Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2015 13:45 Frá vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Starfsmenn í flugafgreiðslu fara í verkfall um mánaðamótin að óbreyttu. Vísir/GVA Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga. Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga.
Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44
Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58
Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00
Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55
Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00