Bjarni Ben: Staðan á vinnumarkaði það eina sem ógnar efnahagslegum stöðugleika Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 11:45 Bjarni og Eygló voru til andsvara í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. vísir/gva Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, var mikið til andsvara. Fyrstur til að spyrja fjármálaráðherra var Árni Páll Árnason en hann vakti athygli hans á þeirri stöðu sem er uppi á vinnumarkaði. Þriðjungur geislafræðinga LSH hefur sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins hefur sótt skjöl til embættis Landlæknis sem þær þurfa til að geta sótt um störf annarsstaðar. Fyrir áramót hafi læknar fengið leiðréttingu á kjörum sínum og það sé einfaldlega ekki hægt að taka einn hóp út fyrir sviga.Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnasonvísir/stefánNorræna vinnumarkaðsmódelið eftirsóknarvert „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst til vitnis um að vinnumarkaðsmódelið sem við notum á Íslandi er gallað. Það er í raun alveg að hruni komið,“ segir Bjarni. „Þessi ítrekuðu verkföll, þetta endalausa höfrungahlaup og þessi endalausi samanburður sem verður til þess að enginn getur samið vegna þess að hann er orðinn skotskífa fyrir þann næsta sýnir okkur að við þurfum að færast yfir í nýtt módel, meira í átt að norræna módelinu. Það verður verkefni næstu ára.“ Árni Páll velti þá þeim möguleika upp hvort staðan sé mögulega íslensku krónunni að kenna. Ráðherra hafi bætt einni stétt afleiðingar krónunnar fyrir áramót en ætli ekki að gera slíkt hið sama fyrir stéttir sem geta einnig sótt sér atvinnu í öðrum löndum. Svar fjármálaráðherra var að það stæðist ekki skoðun að krónan væri sjálfstætt vandamál. „Staðreyndin í dag er sú að opinber fjármál setja ekki þrýsting á íslensku krónuna. Staðan í viðskiptalöndum er heldur ekki að setja þrýsting á íslensku krónuna, staðan í sveitarfélögunum ekki heldur. Það eina sem ógnar íslensku efnahagslífi hvað varðar verðbólgu og hærri vexti er staðan á vinnumarkaði.“ Píratinn Jón Þór Ólafsson spurði ráðherrann út í hver næstu skref í átt að norræna módelinu væru og hvar málið væri statt núna. Bjarni svaraði að fyrstu skrefin hefðu verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag. Þar hafi verið lagður grunnur að því að skapa efnahagsráð. „Vandinn núna er að margar stéttir vilja vinna að norræna módelinu en fyrst vilja þær leiðréttingu á sínum launum. Síðasta leiðréttingin kemur aldrei.“ Einnig sér Bjarni fyrir sér að gjörbreyting verði á hlutverki ríkissáttasemjara á þann veg að hann hafi ekki umboð til að fara út fyrir þann ramma sem ákveðinn yrði fyrir kjaraviðræður.Guðmundur Steingrímssonvísir/valliEkki stendur til að setja þak á húsaleigu Guðmundur Steingrímsson spurði ráðherra út í stöðu og starfshætti þingsins. Skipulagsleysis sé algert, 74 mál bíði afgreiðslu og ljóst sé að sumarið mun klárast áður en hægt verður að ljúka þeim. Sagði hann ljóst að þetta gengi ekki mikið lengur. „Oft hefur skipulagsleysi verið kennt um en staðreyndin er sú að við sköpum okkur þessa stöðu með skipulegum hætti. Meiri- og minnihluti starfa einfaldlega eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið og þeim fylgir að fylkingarnar neyðast til að setjast niður undir lok þingstarfa og komast að samkomulagi,“ segir Bjarni en hann hefur áður velt upp þeim möguleika að breyta þingsköpum. Tók hann undir orð Guðmundar um að nauðsynlegt sé að taka þessi mál til endurskoðunar til að mynda á þann hátt að mál lifi á milli þinga. Milli fyrirspurnanna til fjármálaráðherra beindi Katrín Jakobsdóttir fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Snerist fyrirspurn hennar meðal annars um hvað hvort ekki stæði til, líkt og hefði verið gert í Berlín, fjölda sænskra borga og umræður væru um í London, að setja þak á leigu. „Það er einna minnst fátækt hér á landi samanborið við önnur OECD lönd. Aðeins Danmörk og Tékkland standa okkur framar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að áætlað er að 2.300 nýjar íbúðir rísi og að húsaleigan þar muni ekki vera meiri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum íbúa,“ segir Eygló. Ekki standi þó til að setja leiguþak á almennan markað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30 2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53 Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51 Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, var mikið til andsvara. Fyrstur til að spyrja fjármálaráðherra var Árni Páll Árnason en hann vakti athygli hans á þeirri stöðu sem er uppi á vinnumarkaði. Þriðjungur geislafræðinga LSH hefur sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins hefur sótt skjöl til embættis Landlæknis sem þær þurfa til að geta sótt um störf annarsstaðar. Fyrir áramót hafi læknar fengið leiðréttingu á kjörum sínum og það sé einfaldlega ekki hægt að taka einn hóp út fyrir sviga.Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnasonvísir/stefánNorræna vinnumarkaðsmódelið eftirsóknarvert „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst til vitnis um að vinnumarkaðsmódelið sem við notum á Íslandi er gallað. Það er í raun alveg að hruni komið,“ segir Bjarni. „Þessi ítrekuðu verkföll, þetta endalausa höfrungahlaup og þessi endalausi samanburður sem verður til þess að enginn getur samið vegna þess að hann er orðinn skotskífa fyrir þann næsta sýnir okkur að við þurfum að færast yfir í nýtt módel, meira í átt að norræna módelinu. Það verður verkefni næstu ára.“ Árni Páll velti þá þeim möguleika upp hvort staðan sé mögulega íslensku krónunni að kenna. Ráðherra hafi bætt einni stétt afleiðingar krónunnar fyrir áramót en ætli ekki að gera slíkt hið sama fyrir stéttir sem geta einnig sótt sér atvinnu í öðrum löndum. Svar fjármálaráðherra var að það stæðist ekki skoðun að krónan væri sjálfstætt vandamál. „Staðreyndin í dag er sú að opinber fjármál setja ekki þrýsting á íslensku krónuna. Staðan í viðskiptalöndum er heldur ekki að setja þrýsting á íslensku krónuna, staðan í sveitarfélögunum ekki heldur. Það eina sem ógnar íslensku efnahagslífi hvað varðar verðbólgu og hærri vexti er staðan á vinnumarkaði.“ Píratinn Jón Þór Ólafsson spurði ráðherrann út í hver næstu skref í átt að norræna módelinu væru og hvar málið væri statt núna. Bjarni svaraði að fyrstu skrefin hefðu verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag. Þar hafi verið lagður grunnur að því að skapa efnahagsráð. „Vandinn núna er að margar stéttir vilja vinna að norræna módelinu en fyrst vilja þær leiðréttingu á sínum launum. Síðasta leiðréttingin kemur aldrei.“ Einnig sér Bjarni fyrir sér að gjörbreyting verði á hlutverki ríkissáttasemjara á þann veg að hann hafi ekki umboð til að fara út fyrir þann ramma sem ákveðinn yrði fyrir kjaraviðræður.Guðmundur Steingrímssonvísir/valliEkki stendur til að setja þak á húsaleigu Guðmundur Steingrímsson spurði ráðherra út í stöðu og starfshætti þingsins. Skipulagsleysis sé algert, 74 mál bíði afgreiðslu og ljóst sé að sumarið mun klárast áður en hægt verður að ljúka þeim. Sagði hann ljóst að þetta gengi ekki mikið lengur. „Oft hefur skipulagsleysi verið kennt um en staðreyndin er sú að við sköpum okkur þessa stöðu með skipulegum hætti. Meiri- og minnihluti starfa einfaldlega eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið og þeim fylgir að fylkingarnar neyðast til að setjast niður undir lok þingstarfa og komast að samkomulagi,“ segir Bjarni en hann hefur áður velt upp þeim möguleika að breyta þingsköpum. Tók hann undir orð Guðmundar um að nauðsynlegt sé að taka þessi mál til endurskoðunar til að mynda á þann hátt að mál lifi á milli þinga. Milli fyrirspurnanna til fjármálaráðherra beindi Katrín Jakobsdóttir fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Snerist fyrirspurn hennar meðal annars um hvað hvort ekki stæði til, líkt og hefði verið gert í Berlín, fjölda sænskra borga og umræður væru um í London, að setja þak á leigu. „Það er einna minnst fátækt hér á landi samanborið við önnur OECD lönd. Aðeins Danmörk og Tékkland standa okkur framar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að áætlað er að 2.300 nýjar íbúðir rísi og að húsaleigan þar muni ekki vera meiri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum íbúa,“ segir Eygló. Ekki standi þó til að setja leiguþak á almennan markað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30 2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53 Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51 Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30
2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53
Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51
Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43