Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 21:02 Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins. Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins.
Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira