Lokum ekki landamærunum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júní 2015 10:52 Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun