Kanalausir Haukar á næsta tímabili: Spennandi tilhugsun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:08 Þeir leikmenn sem skrifuðu undir í dag. Pálína er lengst til hægri og Jóhanna önnur frá hægri. Vísir/Andri Marinó Pálína Gunnlaugsdóttir segir að hún hafi heillast af þeirri hugmynd að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum í Domino's-deild kvenna. Pálína samdi í dag við sitt gamla félag, Hauka, til næstu tveggja ára. Jóhanna Björk Sveinsdóttir samdi við félagið til eins árs en hún er einnig að koma aftur í Hafnarfjörðinn eftir stutta dvöl hjá Breiðabliki. „Það var tímabært að koma aftur heim,“ segir Pálína sem fór frá Haukum árið 2008. Ári áður hafði Helena Sverrisdóttir haldið til Bandaríkjanna í nám en hún er kominn aftur í Hauka sem kunnugt er. „Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana en ég hef ekki spilað með henni síðan hún fór út. Við erum aðeins þroskaðri í dag og betri í körfubolta,“ segir hún. „Haukar eru með gott lið - fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og svo baráttujaxla líka. Haukar hafa gefið út að vera ekki með erlendan leikmann og það finnst mér spennandi tilhugsun. Ég hef aldrei unnið neitt nema með erlendum leikmanni og væri gaman að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum og vinna einn stóran titil.“ Helena segir að það sé stefnan að spila án bandarísks leikmanns þó svo að það gæti breyst. „Við teljum að við getum náð langt með þessar stelpur og ég trúi ekki öðru en að það gangi eftir að klára tímabilið með þessum leikmönnum sem eru í liðinu í dag,“ segir Helena. „Við höldum þessu opnu um áramótin og skoðum stöðuna þá. En við viljum prófa þetta og af hverju ætti það ekki að ganga?“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir segir að hún hafi heillast af þeirri hugmynd að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum í Domino's-deild kvenna. Pálína samdi í dag við sitt gamla félag, Hauka, til næstu tveggja ára. Jóhanna Björk Sveinsdóttir samdi við félagið til eins árs en hún er einnig að koma aftur í Hafnarfjörðinn eftir stutta dvöl hjá Breiðabliki. „Það var tímabært að koma aftur heim,“ segir Pálína sem fór frá Haukum árið 2008. Ári áður hafði Helena Sverrisdóttir haldið til Bandaríkjanna í nám en hún er kominn aftur í Hauka sem kunnugt er. „Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana en ég hef ekki spilað með henni síðan hún fór út. Við erum aðeins þroskaðri í dag og betri í körfubolta,“ segir hún. „Haukar eru með gott lið - fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og svo baráttujaxla líka. Haukar hafa gefið út að vera ekki með erlendan leikmann og það finnst mér spennandi tilhugsun. Ég hef aldrei unnið neitt nema með erlendum leikmanni og væri gaman að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum og vinna einn stóran titil.“ Helena segir að það sé stefnan að spila án bandarísks leikmanns þó svo að það gæti breyst. „Við teljum að við getum náð langt með þessar stelpur og ég trúi ekki öðru en að það gangi eftir að klára tímabilið með þessum leikmönnum sem eru í liðinu í dag,“ segir Helena. „Við höldum þessu opnu um áramótin og skoðum stöðuna þá. En við viljum prófa þetta og af hverju ætti það ekki að ganga?“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26