Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með nýkrýndum Evrópumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 17:14 Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tekur nú aftur þátt í Evrópukeppni eftir sex ára hlé og á laugardaginn kemur í ljós með hvaða liðum íslenska liðið lendir í riðli í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Íslenska liðið er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í München í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ. Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna, Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30. Er þetta í fyrsta sinn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Albaníu. Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Ísland er í neðsta styrkleikaflokknum og verður því alltaf í fjögurra liða riðli. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar. Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja. Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.Dagsetningar leikja: Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015 Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016 Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016Styrkleikaflokkur 1: 1. Serbía 2. Frakkland 3. Spánn 4. Hvíta-Rússland 5. Tyrkland 6. Rússland 7. Svartfjallaland 8. Litháen 9. SlóvakíaStyrkleikaflokkur 2: 10. Grikkland 11. Króatía 12. Lettland 13. Svíþjóð 14. Ítalía 15. Úkranía 16. Ungverjaland 17. Pólland 18. RúmeníaStyrkleikaflokkur 3: 19. Bretland 20. Belgía 21. Slóvenía 22. Portúgal 23. Búlgaría 24. Ísrael 25. Þýskaland 26. Eistland 27. FinnlandStyrkleikaflokkur 4: 28. Holland 29. Lúxemborg 30. Sviss 31. Bosnía og Hersegóvína 32. Albanía 33. Ísland Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tekur nú aftur þátt í Evrópukeppni eftir sex ára hlé og á laugardaginn kemur í ljós með hvaða liðum íslenska liðið lendir í riðli í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Íslenska liðið er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í München í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ. Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna, Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30. Er þetta í fyrsta sinn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Albaníu. Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Ísland er í neðsta styrkleikaflokknum og verður því alltaf í fjögurra liða riðli. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar. Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja. Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.Dagsetningar leikja: Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015 Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016 Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016Styrkleikaflokkur 1: 1. Serbía 2. Frakkland 3. Spánn 4. Hvíta-Rússland 5. Tyrkland 6. Rússland 7. Svartfjallaland 8. Litháen 9. SlóvakíaStyrkleikaflokkur 2: 10. Grikkland 11. Króatía 12. Lettland 13. Svíþjóð 14. Ítalía 15. Úkranía 16. Ungverjaland 17. Pólland 18. RúmeníaStyrkleikaflokkur 3: 19. Bretland 20. Belgía 21. Slóvenía 22. Portúgal 23. Búlgaría 24. Ísrael 25. Þýskaland 26. Eistland 27. FinnlandStyrkleikaflokkur 4: 28. Holland 29. Lúxemborg 30. Sviss 31. Bosnía og Hersegóvína 32. Albanía 33. Ísland
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira