Tsipras skorar á Grikki að fella tilboð lánadrottna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 18:50 Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag. Grikkland Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag.
Grikkland Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira