Brynjudalsá komin í 50 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2015 12:00 Tekist á við lax í Bárðarfossi í Brynjudalsá Mynd: www.hreggnasi.is Brynjudalsá hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem eru að byrja í laxveiði enda áin stutt og aðgengileg. Það sem hefur dregið veiðimenn að ánni er að hún er frekar stutt og auðveidd. Auðvelt er að veiða hana á einhendu fyrir t.d. línur 6-8# og veiðistaðirnir eru auðveldir og yfirleitt vel setnir af laxi. Þessu til viðbótar gengur mikið af sjóbirting í ánna en hann fer mjög hratt í gegnum bæði Bárðarfoss og Efri Foss uppá efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg að veiða á flugu. Brynjudalsá er í sumar eingöngu veidd á flugu en áður var mikið veitt á maðk í henni en efra svæðið ofan Efri Foss hefur þó alltaf verið eingöngu veitt á flugu. Sumir veiðimenn sem hafa veitt hana mikið höfðu orð á að þetta myndi draga úr veiði en þær áhyggjur hafa alveg verið að óþörfu því veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og hafa til þessa veiðst 50 laxar og áin á allt besta tímabilið eftir. Hún er þekkt sem síðsumarsá í göngurnar í hana geta staðið yfir alveg fram í september en algengt er að fá lúsuga laxa í henni seint á veiðitímabilinu. Nýtt veiðihús var tekið í gagnið nýlega svo það fer einkar vel um veiðimenn við hana í dag. Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Brynjudalsá hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem eru að byrja í laxveiði enda áin stutt og aðgengileg. Það sem hefur dregið veiðimenn að ánni er að hún er frekar stutt og auðveidd. Auðvelt er að veiða hana á einhendu fyrir t.d. línur 6-8# og veiðistaðirnir eru auðveldir og yfirleitt vel setnir af laxi. Þessu til viðbótar gengur mikið af sjóbirting í ánna en hann fer mjög hratt í gegnum bæði Bárðarfoss og Efri Foss uppá efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg að veiða á flugu. Brynjudalsá er í sumar eingöngu veidd á flugu en áður var mikið veitt á maðk í henni en efra svæðið ofan Efri Foss hefur þó alltaf verið eingöngu veitt á flugu. Sumir veiðimenn sem hafa veitt hana mikið höfðu orð á að þetta myndi draga úr veiði en þær áhyggjur hafa alveg verið að óþörfu því veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og hafa til þessa veiðst 50 laxar og áin á allt besta tímabilið eftir. Hún er þekkt sem síðsumarsá í göngurnar í hana geta staðið yfir alveg fram í september en algengt er að fá lúsuga laxa í henni seint á veiðitímabilinu. Nýtt veiðihús var tekið í gagnið nýlega svo það fer einkar vel um veiðimenn við hana í dag.
Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði