Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2018 12:00 Lax þreyttur í Ytri Rangá en hún var aflahæst laxveiðiánna á liðnu sumri. Mynd úr safni Þá er allri laxveiði lokið og lokatölur úr ánum komnar inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga sem heldur utan um vikuveiðina í ánum. Það var æsispennandi lokakafli þegar Eystri Rangá og Ytri Rangá börðust um efsta sætið en það fór svo að Ytri Rangá hafði betur en Það munaði samt ekki miklu. Lokatalan úr Ytri Rangá er 4.032 laxar og inní þeirri tölu er Ytri Rangá, vesturbakkinn og Hólsá. Eystri Rangá er með 3.960 laxa sem er næstum því tvöföld veiði síðasta sumar en veiðin í Ytri Rangá er aftur á móti næstum því helmingi minni en góð veiði engu að síður. Það er mjög áhugavert að skoða þessar lokatölur en þar sést vel hvað niðursveiflan var skörp í mörgum ám á norðurlandi á meðan árnar á vesturlandi bættu sig heldur milli ára. Spútnikk svæðið er Urriðafoss, á því leikur engin vafi en heildarveiðin þar er 1.320 laxar á fjórar stangir en veiðin í fyrra var 755 laxar á tvær stangir. Það er mikil eftirspurn eftir leyfum þar fyrir næsta tímabil og Veiðivísir telur nokkuð víst að það verði uppselt fyrr en seinna. Af náttúrulegu ánum er Miðfjarðará hæst með lokatölu upp á 2.719 laxa og er hún í þriðjasæti eftir Rangánum. Þverá og Kjarrá með 2.472 laxa í fjórða sæti og Norðurá með 1.692 laxa í fimmta sæti. Heildarlistann má finna á www.angling.is Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Þá er allri laxveiði lokið og lokatölur úr ánum komnar inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga sem heldur utan um vikuveiðina í ánum. Það var æsispennandi lokakafli þegar Eystri Rangá og Ytri Rangá börðust um efsta sætið en það fór svo að Ytri Rangá hafði betur en Það munaði samt ekki miklu. Lokatalan úr Ytri Rangá er 4.032 laxar og inní þeirri tölu er Ytri Rangá, vesturbakkinn og Hólsá. Eystri Rangá er með 3.960 laxa sem er næstum því tvöföld veiði síðasta sumar en veiðin í Ytri Rangá er aftur á móti næstum því helmingi minni en góð veiði engu að síður. Það er mjög áhugavert að skoða þessar lokatölur en þar sést vel hvað niðursveiflan var skörp í mörgum ám á norðurlandi á meðan árnar á vesturlandi bættu sig heldur milli ára. Spútnikk svæðið er Urriðafoss, á því leikur engin vafi en heildarveiðin þar er 1.320 laxar á fjórar stangir en veiðin í fyrra var 755 laxar á tvær stangir. Það er mikil eftirspurn eftir leyfum þar fyrir næsta tímabil og Veiðivísir telur nokkuð víst að það verði uppselt fyrr en seinna. Af náttúrulegu ánum er Miðfjarðará hæst með lokatölu upp á 2.719 laxa og er hún í þriðjasæti eftir Rangánum. Þverá og Kjarrá með 2.472 laxa í fjórða sæti og Norðurá með 1.692 laxa í fimmta sæti. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði