Vinsælasta íþróttakona heims í dag, Ronda Rousey, er mætt til Brasilíu þar sem hún berst um næstu helgi.
Á laugardag mun hún mæta Bethe Correia í búrinu og bíður heimurinn spenntur eftir því hvað Ronda gerir að þessu sinni.
Síðustu tveir bardagar hennar hafa staðið yfir í samtals 36 sekúndur sem er auðvitað ótrúlegt.
Eins og venjan er fyrir stóra bardaga framleiðir UFC Embedded-þætti í kringum bardagann.
Fyrsti þátturinn er kominn en þar má sjá Rondu æfa og hitta fjölmiðla. Correia fer aftur á móti í klippingu.
Bardagi Rondu og Correia verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

