Hefurðu prófað að búa til þínar eigin pylsur? Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur á Stöð 2 kennir okkur réttu handtökin við að búa til þessar líka ljómandi góðu grillpylsur.
Grillaðar pylsur með beikonkartöflusalati og pikluðu grænmeti
Grillpylsur
3 kg svínahakk 30-40 % feitt (gott er að nota svínabóg)
54 gr salt
3 msk svartur pipar
6 msk reykt paprikuduft
6 msk paprikuduft
15 hvítlauksrif
200 ml vatn
21 gr fennelfræ
Görn
Setjið piparinn, paprikuduftið, saltið og hvítlaukinn saman í matvinnslu-vél með vatninu og blandið saman í 1 mín. Setið svínahakkið í stóra skál og hellið kryddblöndunni út í ásamt fennelfræjunum og blandið vel saman með höndunum þar til hakkið fer að festast vel saman. Setjið hakkið í pylsugerðarvélina og þræðið görnina framan á hana og mótið pylsurnar. Setjið pylsurnar í bakka með viskustykki í botninn og látið standa í ísskáp í 1 sólarhring.
Setjið pylsurnar á miðlungsheitt grillið og grillið í ca. 8 mín á hvorri hlið og færið þær svo í efri hilluna og eldið í 4 mín í viðbót þar. Berið fram með sinnepi, pylsubrauði og pikkluðu grænmeti
Beikonkartöflusalat
1 dós 18% sýrður rjómi
150 gr majónes
2 msk grófkorna sinnep
1 bréf beikon (eldað stökkt)
2 msk gróft skorið dill
800 gr soðið kartöflusmælki
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið sýrða rjómann, majónesið og grófkorna sinnepið saman í skál og blandið saman og smakkið til með salti og pipar. Skerið beikonið fínt niður og bætið út í skálina ásamt dillinu. Skerið kartöflusmælkið í helming og bætið út í skálina. Blandið öllu saman og smakkið aftur til með salti og pipar eftir smekk.
