McGregor og Ronda hittust í Vegas á dögunum þegar Írinn var að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Chad Mendes. Þau föðmuðust og það var nóg fyrir McGregor.
Ronda Rousey kláraði síðasta bardaga á 14 sekúndum:
„Ég sver við líf mitt að bakvöðvar hennar eru þeir rosalegustu sem ég hef fundið fyrir á ævinni. Ég held, að ef þessi kona myndi ná taki á mér, myndi hún skella mér á höfuðið á einni sekúndu sléttri,“ segir Conor í viðtali við Sports Illustrated.
Rousey ver heimsmeistaratitil sinn í sjötta sinn um helgina þegar hún berst við hina brasilísku Bethe Correia. Þær eru engar vinkonur svo fastar verði ekki að orði kveðið og er búist við svakalegum bardaga sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
„Ronda er algjört villidýr og mjög sérstakur einstaklingur. Hún hefur unnið ESPY-verðlaunin tvisvar, er ósigraður meistari, drottnar yfir sinni íþrótt, klárar alla bardaga með stæl og er kvikmyndastjarna. Ronda er alveg ótrúleg,“ segir Conor McGregor.