Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2015 14:30 Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. vísir/valli „Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki?
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30
Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10
Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04
Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05