Íslenski boltinn

Hin næstum fer­tuga Sif fær félaga­skipti í Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hjónin sameinuð á ný í Víkinni.
Hjónin sameinuð á ný í Víkinni. Vísir/Sigurjón Ólason

Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu.

Hin síunga Sif verður fertug í sumar. Hún sagði eftir tímabilið 2023 að skórnir væru komnir upp á hillu en kom samt við sögu þegar Selfoss féll úr Lengjudeild kvenna á síðustu leiktíð. Hún lék lengi vel sem atvinnumaður erlendis, lengst af í Svíþjóð. Þá lék hún alls 90 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Nú er ljóst að Sif gæti leikið í Bestu deildinni á ný en félagaskipti hennar ganga í gegn á morgun, sama dag og Víkingur mætir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildar kvenna.

Besta deild kvenna hefst í kvöld, þriðjudag, með tveimur leikjum sem báðir fara fram klukkan 18.00 og eru báðir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×