Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 22:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Vísir/Völundur Jónsson Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39