Biður þingmenn um að styðja þingsályktunartillögu um aukinn stuðning við flóttafólk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 18:37 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16
Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27