Okkur rennur blóðið til skyldunnar Sveinn Arnarsson skrifar 29. ágúst 2015 10:27 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir það siðferðislega skyldu okkar að taka við flóttamönnum og hjálpa okkar minnstu bræðrum Fréttablaðið/ Ernir Við Eiríkur Björn ákváðum að hittast snemma morguns. Eldsnemma hengdi ég af mér gegnblauta úlpu á fatahengi ráðhússins og gekk inn á skrifstofu Eiríks. Nánast var hægt að finna bragðið af haustinu fyrir utan gluggann þar sem regnið barði rúðuna linnulaust þennan klukkutíma sem við sátum að spjalli. Teppalögð skrifstofan var ansi hlýlegt mótvægi við bleytuna utandyra þegar við settumst í sófa gegnt hvorum öðrum. Rosendahl karafla stóð á borðinu á milli okkar og glösum í stíl var haganlega raðað á mitt borðið. Við hófum auðvitað að ræða veðrið þar til við færðumst nær umræðuefni dagsins, fólki í kröggum sem vantar ný heimili fjarri stríðsátökum og hörmungum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsti yfir vilja íslenskra stjórnvalda til að taka á móti um 50 flóttamönnum á næsta ári. Ísland yrði þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku svokallaðs „kvótaflóttafólks“. Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið til að lýsa því yfir að það væri reiðubúið að taka við flóttafólki til sín. „Ástæðan fyrir því er í raun einföld,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Við teljum að okkur renni blóðið til skyldunnar til að hjálpa þessu fólki. Þetta upphófst þannig að bæjarfulltrúar fóru að ræða saman sín á milli hvort það væri ekki eitthvað sem við Akureyringar gætum gert. Í framhaldinu fór þetta eðlilegar leiðir í kerfinu. Við viljum sýna að okkur er alvara með því að vera til staðar við komu flóttamanna til Íslands. Við höfum vissulega ágæta reynslu af einmitt því að bjóða fólk velkomið á þennan hátt því við tókum við 24 einstaklingum, fimm fjölskyldum, árið 2003 frá gömlu Júgóslavíu.“Reynslan er góð Árið 2003 komu til Akureyrar 24 flóttamenn frá Serbíu eftir erfið átök. Voru þetta fimm fjölskyldur sem höfðu átt í miklum erfiðleikum og þurft að hverfa frá heimkynnum sínum. Að mati Eiríks er reynsla Akureyringa góð af þessu og þær upplýsingar og gögn sem bæjarfélagið á um móttökuna og ferlið allt er öllum sveitarfélögum landsins opin. „Við sem þekkjum þetta vitum að þessi reynsla frá 2003 er mjög góð. Miðað við þá umræðu sem er í gangi nú er ákveðin siðferðisleg skylda okkar að bjóða fram krafta okkar á nýjan leik,“ segir Eiríkur og bendir á að nú tólf árum síðar eru allir þessir einstaklingar búsettir enn á Akureyri. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þessir einstaklingar eru bara eins og ég og þú, hluti af samfélaginu sem gengur til vinnu á daginn og sinnir sínu,“ og bætir við að bæjarstjóri og blaðamaður séu báðir aðkomumenn í þessari sveit þótt ekki séu þeir flóttamenn. „Við eigum mikið af upplýsingum um hvernig okkur gekk árið 2003. Það sveitarfélag sem verður fyrir valinu nú getur fengið þessar góðu upplýsingar frá okkur. Eins er mikilvægt að við látum einnig vita hvað gekk ekki upp eða hvað við hefðum mátt gera betur við komu flóttamannanna árið 2003. Þær upplýsingar eru einnig mjög mikilvægar,“ segir Eiríkur og bendir á að nú séu umræður á algjöru frumstigi. Það sé algjörlega óljóst hvort af þessu verði, hversu stór hópurinn verði sem komi til landsins og þá hvert hann fari hér innanlands. „Við verðum ekkert móðguð þótt Akureyri verði ekki fyrir valinu í þetta skiptið. Það er hins vegar skylda okkar að rétta út faðminn og sýna að okkur er alvara um að aðstoða okkar minnstu bræður.“„ Þessir einstaklingar sem fara yfir Miðjarðarhafið á opnum bátum gera sér auðvitað grein fyrir því að þeir geta hæglega týnt lífi. Það er hins vegar skárri kostur í huga þeirra en að vera um kyrrt.“Fréttablaðið/ErnirÞað eru allir velkomnir norðurStuðningur við innflytjendur á Akureyri er góður að mati þeirra sem stýra bæjarfélaginu. Bæjarfélagið rekur meðal annars sérstaka upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu fyrir íbúa af erlendum uppruna í þeim tilgangi að styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim við daglegt líf og aðlögun að því samfélagi sem þeir búa í. Eiríkur bendir á að jafnvægi verði einnig að vera til staðar. „Það er enginn að tala um að það verði eitthvað meira en við ráðum við. Við munum auðvitað þurfa að vega og meta jafnvægið í þessu öllu saman þótt auðvitað séu allir velkomnir norður. “ En gagnrýnisraddir hafa hins vegar heyrst frá Akureyringum. Eiríkur greinir frá því að hann hafi heyrt gagnrýni vegna þessa bæði úti á götu, í símtölum og í erindum sem berast bænum frá bæjarbúum. „Þetta er ekki gagnrýnislaust hjá okkur. Einhverjir íbúar hafa látið okkur vita að við séum ekki að breyta rétt með að bjóða flóttamönnum hingað til okkar. Sumum finnst skrýtið að við séum að hjálpa fólki í öðrum löndum á meðan fólk hér heima hafi það ekki nógu gott. Við erum auðvitað að gera okkar besta fyrir það fólk líka en á sama tíma rennur okkur blóðið til skyldunnar að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Flóttamenn í dag búa við þannig aðstæður að við getum ekki gert okkur í hugarlund hversu slæmar þær eru. Það eru fáir hér heima sem búa við þessar hörmungar,“ segir Eiríkur.Bakgrunnurinn skiptir máliÞeir einstaklingar sem komu til Akureyrar árið 2003 búa enn á Akureyri. Mikill stuðningur var til staðar þegar sá hópur kom til landsins og hélt teymi á vegum Akureyrar og Rauða krossins vel utan um hópinn. Allur hópurinn hóf þegar í stað nám í íslensku og börnin voru gerð tilbúin fyrir skóla næsta vetur. Útvegaður var túlkur fyrsta árið þeim til halds og trausts. Börnin voru fljót að aðlagast umhverfinu og komust í samband við börn í nágrenni sínu nokkuð fljótt. Fram kemur í skýrslu Akureyrarbæjar um hvernig til hafi tekist að börnin hafi fylgt námsefninu mjög vel og í takt við það sem lagt var upp með. Þau voru einnig mjög fljót að ná íslenskunni og fóru að tala hana reiprennandi á skemmri tíma en menn vonuðu í upphafi. Eiríkur segir einmitt skipta miklu máli hvernig bakgrunnur fólksins er. „Samsetning hópsins er mjög mikilvæg og það skiptir einnig miklu máli hversu tilbúið það er til að aðlagast því samfélagi sem fyrir er. Þessi árangur er ekkert því að þakka hversu æðisleg við erum heldur var þessi hópur tilbúinn til að leggja mikið á sig til að aðlagast heimi gerólíkum þeim sem það á að venjast og fyrir það eigum við að þakka,“ segir Eiríkur. Akureyri hefur alltaf haft á sér það orð að vera lokað samfélag. Eiríkur blæs á þessa þreyttu en lífseigu mýtu að erfitt sé að kynnast Akureyringum. „Mér hefur alltaf fundist að Akureyringar séu tilbúnir að kynnast hverjum sem er. Hins vegar er stóra spurningin hvort hinir séu tilbúnir að kynnast Akureyringum. Svo hefur fjöldi „aðfluttra“ auðvitað aukist gríðarlega í bænum síðustu ár með tilkomu Háskólans á Akureyri svo skilin milli þess að vera Akureyringur eða ekki eru nokkuð útvötnuð.“Dauðinn skárri kostur en að sitja eftir Bæjaryfirvöld á Akureyri munu í framhaldinu hefja viðræður við velferðarráðuneytið um mögulega aðkomu bæjarins að móttöku flóttamanna. Eiríkur segist spenntur fyrir því að sjá hvernig málið þróist hjá stjórnvöldum. „Við sáum hörmungarfréttir í íslenskum og erlendum fjölmiðlum nánast daglega af flóttafólki sem leggur gríðarlega mikið á sig í von um betra líf. Við skulum hafa það hugfast að þetta fólk langar ekkert að flytjast búferlum frá heimahögum sínum. Þessir einstaklingar sem fara yfir Miðjarðarhafið á opnum bátum gera sér auðvitað grein fyrir því að þeir geta hæglega týnt lífi. Það er hins vegar skárri kostur í huga þeirra en að vera um kyrrt. Við sem sitjum hér heima á Íslandi verðum að sjá það sem ágætis mælikvarða á aðstæður fólks á þessum stríðshrjáðu svæðum.“ Flóttamenn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Við Eiríkur Björn ákváðum að hittast snemma morguns. Eldsnemma hengdi ég af mér gegnblauta úlpu á fatahengi ráðhússins og gekk inn á skrifstofu Eiríks. Nánast var hægt að finna bragðið af haustinu fyrir utan gluggann þar sem regnið barði rúðuna linnulaust þennan klukkutíma sem við sátum að spjalli. Teppalögð skrifstofan var ansi hlýlegt mótvægi við bleytuna utandyra þegar við settumst í sófa gegnt hvorum öðrum. Rosendahl karafla stóð á borðinu á milli okkar og glösum í stíl var haganlega raðað á mitt borðið. Við hófum auðvitað að ræða veðrið þar til við færðumst nær umræðuefni dagsins, fólki í kröggum sem vantar ný heimili fjarri stríðsátökum og hörmungum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsti yfir vilja íslenskra stjórnvalda til að taka á móti um 50 flóttamönnum á næsta ári. Ísland yrði þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku svokallaðs „kvótaflóttafólks“. Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið til að lýsa því yfir að það væri reiðubúið að taka við flóttafólki til sín. „Ástæðan fyrir því er í raun einföld,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Við teljum að okkur renni blóðið til skyldunnar til að hjálpa þessu fólki. Þetta upphófst þannig að bæjarfulltrúar fóru að ræða saman sín á milli hvort það væri ekki eitthvað sem við Akureyringar gætum gert. Í framhaldinu fór þetta eðlilegar leiðir í kerfinu. Við viljum sýna að okkur er alvara með því að vera til staðar við komu flóttamanna til Íslands. Við höfum vissulega ágæta reynslu af einmitt því að bjóða fólk velkomið á þennan hátt því við tókum við 24 einstaklingum, fimm fjölskyldum, árið 2003 frá gömlu Júgóslavíu.“Reynslan er góð Árið 2003 komu til Akureyrar 24 flóttamenn frá Serbíu eftir erfið átök. Voru þetta fimm fjölskyldur sem höfðu átt í miklum erfiðleikum og þurft að hverfa frá heimkynnum sínum. Að mati Eiríks er reynsla Akureyringa góð af þessu og þær upplýsingar og gögn sem bæjarfélagið á um móttökuna og ferlið allt er öllum sveitarfélögum landsins opin. „Við sem þekkjum þetta vitum að þessi reynsla frá 2003 er mjög góð. Miðað við þá umræðu sem er í gangi nú er ákveðin siðferðisleg skylda okkar að bjóða fram krafta okkar á nýjan leik,“ segir Eiríkur og bendir á að nú tólf árum síðar eru allir þessir einstaklingar búsettir enn á Akureyri. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þessir einstaklingar eru bara eins og ég og þú, hluti af samfélaginu sem gengur til vinnu á daginn og sinnir sínu,“ og bætir við að bæjarstjóri og blaðamaður séu báðir aðkomumenn í þessari sveit þótt ekki séu þeir flóttamenn. „Við eigum mikið af upplýsingum um hvernig okkur gekk árið 2003. Það sveitarfélag sem verður fyrir valinu nú getur fengið þessar góðu upplýsingar frá okkur. Eins er mikilvægt að við látum einnig vita hvað gekk ekki upp eða hvað við hefðum mátt gera betur við komu flóttamannanna árið 2003. Þær upplýsingar eru einnig mjög mikilvægar,“ segir Eiríkur og bendir á að nú séu umræður á algjöru frumstigi. Það sé algjörlega óljóst hvort af þessu verði, hversu stór hópurinn verði sem komi til landsins og þá hvert hann fari hér innanlands. „Við verðum ekkert móðguð þótt Akureyri verði ekki fyrir valinu í þetta skiptið. Það er hins vegar skylda okkar að rétta út faðminn og sýna að okkur er alvara um að aðstoða okkar minnstu bræður.“„ Þessir einstaklingar sem fara yfir Miðjarðarhafið á opnum bátum gera sér auðvitað grein fyrir því að þeir geta hæglega týnt lífi. Það er hins vegar skárri kostur í huga þeirra en að vera um kyrrt.“Fréttablaðið/ErnirÞað eru allir velkomnir norðurStuðningur við innflytjendur á Akureyri er góður að mati þeirra sem stýra bæjarfélaginu. Bæjarfélagið rekur meðal annars sérstaka upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu fyrir íbúa af erlendum uppruna í þeim tilgangi að styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim við daglegt líf og aðlögun að því samfélagi sem þeir búa í. Eiríkur bendir á að jafnvægi verði einnig að vera til staðar. „Það er enginn að tala um að það verði eitthvað meira en við ráðum við. Við munum auðvitað þurfa að vega og meta jafnvægið í þessu öllu saman þótt auðvitað séu allir velkomnir norður. “ En gagnrýnisraddir hafa hins vegar heyrst frá Akureyringum. Eiríkur greinir frá því að hann hafi heyrt gagnrýni vegna þessa bæði úti á götu, í símtölum og í erindum sem berast bænum frá bæjarbúum. „Þetta er ekki gagnrýnislaust hjá okkur. Einhverjir íbúar hafa látið okkur vita að við séum ekki að breyta rétt með að bjóða flóttamönnum hingað til okkar. Sumum finnst skrýtið að við séum að hjálpa fólki í öðrum löndum á meðan fólk hér heima hafi það ekki nógu gott. Við erum auðvitað að gera okkar besta fyrir það fólk líka en á sama tíma rennur okkur blóðið til skyldunnar að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Flóttamenn í dag búa við þannig aðstæður að við getum ekki gert okkur í hugarlund hversu slæmar þær eru. Það eru fáir hér heima sem búa við þessar hörmungar,“ segir Eiríkur.Bakgrunnurinn skiptir máliÞeir einstaklingar sem komu til Akureyrar árið 2003 búa enn á Akureyri. Mikill stuðningur var til staðar þegar sá hópur kom til landsins og hélt teymi á vegum Akureyrar og Rauða krossins vel utan um hópinn. Allur hópurinn hóf þegar í stað nám í íslensku og börnin voru gerð tilbúin fyrir skóla næsta vetur. Útvegaður var túlkur fyrsta árið þeim til halds og trausts. Börnin voru fljót að aðlagast umhverfinu og komust í samband við börn í nágrenni sínu nokkuð fljótt. Fram kemur í skýrslu Akureyrarbæjar um hvernig til hafi tekist að börnin hafi fylgt námsefninu mjög vel og í takt við það sem lagt var upp með. Þau voru einnig mjög fljót að ná íslenskunni og fóru að tala hana reiprennandi á skemmri tíma en menn vonuðu í upphafi. Eiríkur segir einmitt skipta miklu máli hvernig bakgrunnur fólksins er. „Samsetning hópsins er mjög mikilvæg og það skiptir einnig miklu máli hversu tilbúið það er til að aðlagast því samfélagi sem fyrir er. Þessi árangur er ekkert því að þakka hversu æðisleg við erum heldur var þessi hópur tilbúinn til að leggja mikið á sig til að aðlagast heimi gerólíkum þeim sem það á að venjast og fyrir það eigum við að þakka,“ segir Eiríkur. Akureyri hefur alltaf haft á sér það orð að vera lokað samfélag. Eiríkur blæs á þessa þreyttu en lífseigu mýtu að erfitt sé að kynnast Akureyringum. „Mér hefur alltaf fundist að Akureyringar séu tilbúnir að kynnast hverjum sem er. Hins vegar er stóra spurningin hvort hinir séu tilbúnir að kynnast Akureyringum. Svo hefur fjöldi „aðfluttra“ auðvitað aukist gríðarlega í bænum síðustu ár með tilkomu Háskólans á Akureyri svo skilin milli þess að vera Akureyringur eða ekki eru nokkuð útvötnuð.“Dauðinn skárri kostur en að sitja eftir Bæjaryfirvöld á Akureyri munu í framhaldinu hefja viðræður við velferðarráðuneytið um mögulega aðkomu bæjarins að móttöku flóttamanna. Eiríkur segist spenntur fyrir því að sjá hvernig málið þróist hjá stjórnvöldum. „Við sáum hörmungarfréttir í íslenskum og erlendum fjölmiðlum nánast daglega af flóttafólki sem leggur gríðarlega mikið á sig í von um betra líf. Við skulum hafa það hugfast að þetta fólk langar ekkert að flytjast búferlum frá heimahögum sínum. Þessir einstaklingar sem fara yfir Miðjarðarhafið á opnum bátum gera sér auðvitað grein fyrir því að þeir geta hæglega týnt lífi. Það er hins vegar skárri kostur í huga þeirra en að vera um kyrrt. Við sem sitjum hér heima á Íslandi verðum að sjá það sem ágætis mælikvarða á aðstæður fólks á þessum stríðshrjáðu svæðum.“
Flóttamenn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira