Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2015 13:15 Úr leik hjá KR og Val síðasta vetur. vísir/vilhelm Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því." Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira