Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2015 12:26 Heiða Kristín er á leið inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon.
Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15
Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21
„Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42