Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2015 12:26 Heiða Kristín er á leið inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon.
Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15
Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21
„Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42