Bíða atvinnuleyfis en nýta tímann vel, enda vart þverfótað fyrir verkefnum í heimahögunum Guðrún Ansnes skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Mikið í gangi hjá snillingunum í StopWaitGo vísir/GVA „Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum. Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum.
Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira