Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2015 09:13 Skjáskot af umræddri grein í Þjóðviljanum í apríl 1939. Í apríl 1939 komst Þjóðviljinn að því að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði neitað íslenskum lækni um að taka við austurrísku gyðingabarni af nauðstaddri móður. Barnið var þriggja ára, faðir þess hafði þegar verið settur í fangabúðir árið 1938 og ekkert til hans spurst í nokkurn tíma. Móðirin hafði fengið tilkynningu í desember 1938 að hún hlyti sömu örlög um miðjan janúar. Sneri hún sér því í gegnum þriðja aðila til Katrínar Thoroddsen, íslensks læknis, með ósk um að hún tæki að sér barnið. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir vilja Katrínar til að taka við barninu varð ekkert úr því.Það er vefmiðillinn Herðubreið.is sem rifjar upp frásögn Katrínar þann 28. apríl árið 1939 þar sem hún að beiðni Þjóðviljans deildi samskiptum sínum við fyrrnefndan ráðherra. Til að gera langa sögu stutta barst ekki formlegt svar fyrr en um mánuði eftir að móðirin hafði verið boðuð í fangabúðir. Það var skorinort, skýringarlaus neitun.„Ekkert svar kom aftur, og frá konunni austurrísku hef ég ekki heyrt síðan. Líklega er hún í einhverri fangabúðinni hans Hitlers, en hvar litla stúlkan hennar flækist vil ég helzt ekki hugsa um.,“ segir Katrín í greininni sem er innlegg í umræðuna um viðbrögð Íslendinga þegar ákall um aðstoð berst utan úr heimi.Hér að neðan má sjá grein Katrínar í heild sinni. Hana má einnig sjá í Þjóðviljanum á Tímarit.is.Frásögn Katrínar Laust fyrir miðjan desember s.l. bað austurrísk kona mig um að taka af sér þriggja ára gamla dóttur sína um óákveðinn tíma. Kona þessi er af gyðingaættum og maður hennar er einnig Gyðingur. Annars er það af honum að segja, að hann er starfsmaður við gasstöð í Wienarborg, afskiptalítill meinleysismaður, sem aldrei hafði tekið neinn þátt í stjórnmálum. En þegar Hitler komst til valda í Austurríki, var honum ásamt óteljandi fleirum Gyðingum kastað í fangabúðir, og síðan hefur ekki til hans spurzt. En nú hafði konan fengið tilkynningu um það, að hún mundi einnig verða sett í fangabúðir þann 15. janúar, ef hún þá væri enn innan landamæra hins þriðja ríkis. Jafnframt var henni þó neitað um vegabréf svo engrar undankomu var auðið. Hjón þessi áttu eina dóttur barna þriggja ára gamla og móðurinni hefur líklega þótt vænt um hana, eins og mæðrum þykir stundum um afkvæmi sín. Hún sneri sér því til mín, gegnum millilið þó, og bað mig um að taka barnið, þar til útséð yrði um afdrif hennar sjálfrar; en í annað hús var ekki að venda, þar eð ættingjar hennar allir voru í sömu vandræðum og hún. En á hinn bóginn var ógjörningur að koma börnum fyrir hjá arískum vinum eða kunningjum, því hinum aríska kynflokk er stranglega forboðið nokkurt samneyti við Gyðinga eða gyðingaböm. Slíkt eru talin landráð þar syðra. Ég vildi gjarnan taka barnið; en hitt vildi ég ógjarnan eiga á hættu, að smábarn, sem sent yrði hingað með pósti, um hávetur, þyrfti að hrekjast aftur út í heim, að hálfu ári liðnu, og þá sennilega sem óskilaböggull út í hreina óvissu. Ég vildi hafa það á því hreina strax, að barnið fengi dvalarleyfi hér á landi eins lengi og með þyrfti eða að minnsta kosti 1-2 ár. Hins vegar var ég ekki í neinum vafa um það, að móðirin mundi vilja fá dóttur sína aftur jafnskjótt og hún sæi þess nokkurn kost að sjá henni farborða. Nú er það á allra vitorði, að áðursögð saga er ekkert einsdæmi, og sneri ég mér því til Friðarvinafélagsins, og spurðist fyrir um það, hvort félagið hefði í hyggju að taka hingað nokkuð af hrakhólabörnum, og ef svo væri, hvort mín stelpa gæti þá ekki fylgt þeim hóp. Jú, Friðarvinafélagið vildi gjarna taka nokkur börn austurrísk, og varð það að samkomulagi, að stjórn þess félags skrifaði ríkisstjórninni og sækti um innflutnings- og dvalarleyfi fyrir 8-10 böm, ekki var nú talan hærri, og var mín stelpa meðtalin. Þann 12. des. s.l. skrifaði svo stjórn Friðarvinafélagsins umsóknina til ríkisstjómarinnar, og óskaði eftir fljótu svari, en í bréfinu var tekið fram, að eingöngu skyldi um andlega og líkamlega heilbrigð börn að ræða, og eins hitt, að börnunum mundi komið fyrir á góðum heimilum, því opinbera algerlega að kostnaðarlausu. Jafnframt því, sem ég talaði við Friðarvinafélagið, bað ég sameiginlegan kunningja okkar beggja að tala við Eystein Jónsson ráðh. um málið, en það var vegna þess, að þótt mér væri vel kunnugt að slík mál ekki kæmu hans stjórnardeild við, þá vissi ég hann vera mestan mannkostamanninn í ríkisstjórninni. Hann tók mjög vel og vingjarnlega í málið, og bauð mér nú að færa það sjálfur í tal við forsætisráðherra, því hann einn ætti úrskurðarvaldið í málinu. En til þess að vera viss um að þetta gleymdist ekki, sagði hann mér, að hringja til sín næsta morgun upp í stjórnarráð, og minna sig á það. Ég lét ekki hjá líða, að gera það og kvaðst hann þá mundi tala strax við Hermann Jónasson, hvað hann og gerði. Seinna þann sama dag hringdi ég svo til forsætisráðherra til að heyra álit hans. Hann svaraði mér kurteislega en sagði í áberandi hátíðlegum rómi, að hann gæti ekki ákveðið svar strax, sagði að hér væri um svo þýðingarmikið mál að ræða, að hann vildi ekki einn taka ákvörðun um það, heldur myndi hann leita álits annara stjórnmálaflokka, áður en hann svaraði, en sjálfur kvaðst hann mundi hugsa málið vel og vandlega. Nú var ég vitanlega sammála ráðherranum í því, að málið væri merkilegt, en frá mínum bæjardyrum séð þó eingöngu barnanna vegna; hitt fannst mér dálítið undarlegt fyrirbrigði í landi gestrisninnar, að miklar málalengingar þurfti og heilabrot um jafn einfalt og sjálfsagt mál, og það, hvort gefa ætti hungruðum krakka mat og hröktum húsnæði og hlynningu. Ég afréð þó, að styggja ekki viðkvæmt skap ráðherrans með neinum athugasemdum, og þakkaði áheyrnina. En þar sem ráðherrann hafði í hyggju að tala við forráðamenn stjórnmálaflokkanna, fannst mér ekki úr vegi að ég gerði það líka. Ég talaði þó ekki neitt frekar við Stefán Jóhann, því hann hafði í stjórn Friðarvinafélagsins tekið málinu ágætlega; ekki talaði ég heldur við formann Sósíalistaflokksins, mér fannst það satt að segja óþarft, gekk að því vísu, að sá flokkur væri fylgjandi öllum mannúðarmálum. En ég talaði við Ólaf Thors, form. Sjálfstæðisflokksins og skýrði honum frá málavöxtum og eins ummælum forsætisráðherra. Ólafur virtist ekki síður en ég dálítið undrandi yfir úrræðaleysi ráðherrans og lét segja sér tvisvar. Annars tók Ólafur málinu með þeim drengskap, sem ég hafði búizt við, og sagði eitthvað á þá leið, að hann fengi ekki skilið, að nein vandræði hlytust út af slíkum mannúðarmálum, af hans flokks hálfu. Jæja, ég áleit nú að allt væri lagi, og lét austurrísku konuna vita, að barnið mundi velkomið, og yrði hún látin vita, hvenær það mætti koma. Ég þóttist hafa fulla ástæðu til að ætla að þetta væri óhætt þar sem form. Alþýðufl. var málinu hlynntur, form. Sjálfstæðisflokksins frekar með en móti, auk þess var Friðarvinafélagið eindregið málinu fylgjandi, en form. þess, Guðlaugur Rósinkranz, er velmetinn Framsóknarmaður, og svo síðast en ekki sízt, var Hermann Jónasson að hugsa málið. En um árangur þeirra heilabrota þóttist ég mega vera vongóð, því mér var kunnugt að ísl. ríkisstjórnin hafði lagt sem svarar fimmtán krónum af mörkum, til hjálpar aðþrengdum börnum á Spáni. Nú er sú upphæð að vísu sízt há, en hún sýnir samt, að hugarþelið var rétt þó höfðingsskapinn brysti. Ég Iét því Friðarvinafélaginu eftir að fylgja málinu áfram og spurðist fyrir hjá því öðru hvoru hvernig gengi; og það gekk ekki vel. Hið fyrsta svar, sem fékkst var nú það, að ríkisstjórnin kvaðst hafa símað út fyrirspurnir til stjórnarvalda á Norðurlöndum, um hvernig flóttamannamálunum væri þar fyrirkomið og fengið það svar, að þau væri ekki komin í fast horf, en væru til athugunar. Þetta var, að mig minnir, 16. des. Friðarvinafélagið svaraði um hæl, að kunnugt væri, að víða, t. d. í Noregi og Svíþjóð, væri það látið algjörlega afskiptalaust af ríkisstjórnarinnar hálfu, hvort einstaklingar eða félög tækju munaðarlaus Gyðingabörn til umsjár. Jafnframt ítrekaði félagið ósk sína um ákveðið svar hið allra fyrsta, þar sem málið væri afar aðkallandi, þörf á skjótri hjálp nauðsynleg, en erfitt um ferðir hingað til landsins. Ekkert svar fékkst frá forsætisráðherranum, hann virtist eiga erfitt með að ákveða sig. Friðarvinafélagið innti hann svo þráfaldlega eftir svari, bæði skriflega og þó einkum munnlega, en árangurslaust, og í því þófi gekk þar til loks að svarið kom þann 16. febr. síðast liðinn. Svarið var skorinort, skýringarlaus neitun. Vegna þess hve lengi stóð á svari forsætisráðherrans þá dró ég um of að gera boð eftir barninu, en þó að það fengi ekki lengra landvistarleyfi en þetta hálfa ár sem lögin heimila, vildi ég samt að það kæmi, hélt kannske eitthvað úrrættist seinna með dvalarleyfið. En þegar skrifað var, var það um seinan. Ekkert svar kom aftur, og frá konunni austurrísku hef ég ekki heyrt síðan. Líklega er hún í einhverri fangabúðinni hans Hitlers, en hvar litla stúlkan hennar flækist vil ég helzt ekki hugsa um. Herra ritstjóri! Þér hafið beðið mig um frásögn af ofangreindum viðskiptum mínum við forsætisráðherrann, Hermann Jónasson. Hér er hún og er yður velkomið að birta hana í blaði yðar ef þér viljið. Ef til vill getur það orðið til þess að einhver skýring fáist á þessari fruntalegu framkomu ráðherrans. Mér er hún óskiljanleg. Sú túlkun sumra samráðherra hans, að hér sé um að ræða verndun okkar margblandaða íslenzka kynstofns getur ekki komið til greina, í því sambandi, þar sem eingöngu var um börn að ræða og stutt tímabil. Slíka grunnhyggni er ekki hægt að ætla manni sem náð hefur prófi í lögfræði jafnvel þó hann sé eitthvað afvegaleiddur andlega af diktatorsdýrkun. Það er kannske réttara að geta þess svo að sagan sé öll, að eftir því, sem ég bezt veit ráðfærði ráðherra sig aldrei neitt við forráðamenn hinna flokkanna, um afgreiðslu málsins, þó veit ég ekki með vissu um Flokk þjóðernissinna, en tel það ólíklegt. Hermann Jónasson á sjálfsagt einn heiðurinn af þessum málalokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Í apríl 1939 komst Þjóðviljinn að því að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði neitað íslenskum lækni um að taka við austurrísku gyðingabarni af nauðstaddri móður. Barnið var þriggja ára, faðir þess hafði þegar verið settur í fangabúðir árið 1938 og ekkert til hans spurst í nokkurn tíma. Móðirin hafði fengið tilkynningu í desember 1938 að hún hlyti sömu örlög um miðjan janúar. Sneri hún sér því í gegnum þriðja aðila til Katrínar Thoroddsen, íslensks læknis, með ósk um að hún tæki að sér barnið. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir vilja Katrínar til að taka við barninu varð ekkert úr því.Það er vefmiðillinn Herðubreið.is sem rifjar upp frásögn Katrínar þann 28. apríl árið 1939 þar sem hún að beiðni Þjóðviljans deildi samskiptum sínum við fyrrnefndan ráðherra. Til að gera langa sögu stutta barst ekki formlegt svar fyrr en um mánuði eftir að móðirin hafði verið boðuð í fangabúðir. Það var skorinort, skýringarlaus neitun.„Ekkert svar kom aftur, og frá konunni austurrísku hef ég ekki heyrt síðan. Líklega er hún í einhverri fangabúðinni hans Hitlers, en hvar litla stúlkan hennar flækist vil ég helzt ekki hugsa um.,“ segir Katrín í greininni sem er innlegg í umræðuna um viðbrögð Íslendinga þegar ákall um aðstoð berst utan úr heimi.Hér að neðan má sjá grein Katrínar í heild sinni. Hana má einnig sjá í Þjóðviljanum á Tímarit.is.Frásögn Katrínar Laust fyrir miðjan desember s.l. bað austurrísk kona mig um að taka af sér þriggja ára gamla dóttur sína um óákveðinn tíma. Kona þessi er af gyðingaættum og maður hennar er einnig Gyðingur. Annars er það af honum að segja, að hann er starfsmaður við gasstöð í Wienarborg, afskiptalítill meinleysismaður, sem aldrei hafði tekið neinn þátt í stjórnmálum. En þegar Hitler komst til valda í Austurríki, var honum ásamt óteljandi fleirum Gyðingum kastað í fangabúðir, og síðan hefur ekki til hans spurzt. En nú hafði konan fengið tilkynningu um það, að hún mundi einnig verða sett í fangabúðir þann 15. janúar, ef hún þá væri enn innan landamæra hins þriðja ríkis. Jafnframt var henni þó neitað um vegabréf svo engrar undankomu var auðið. Hjón þessi áttu eina dóttur barna þriggja ára gamla og móðurinni hefur líklega þótt vænt um hana, eins og mæðrum þykir stundum um afkvæmi sín. Hún sneri sér því til mín, gegnum millilið þó, og bað mig um að taka barnið, þar til útséð yrði um afdrif hennar sjálfrar; en í annað hús var ekki að venda, þar eð ættingjar hennar allir voru í sömu vandræðum og hún. En á hinn bóginn var ógjörningur að koma börnum fyrir hjá arískum vinum eða kunningjum, því hinum aríska kynflokk er stranglega forboðið nokkurt samneyti við Gyðinga eða gyðingaböm. Slíkt eru talin landráð þar syðra. Ég vildi gjarnan taka barnið; en hitt vildi ég ógjarnan eiga á hættu, að smábarn, sem sent yrði hingað með pósti, um hávetur, þyrfti að hrekjast aftur út í heim, að hálfu ári liðnu, og þá sennilega sem óskilaböggull út í hreina óvissu. Ég vildi hafa það á því hreina strax, að barnið fengi dvalarleyfi hér á landi eins lengi og með þyrfti eða að minnsta kosti 1-2 ár. Hins vegar var ég ekki í neinum vafa um það, að móðirin mundi vilja fá dóttur sína aftur jafnskjótt og hún sæi þess nokkurn kost að sjá henni farborða. Nú er það á allra vitorði, að áðursögð saga er ekkert einsdæmi, og sneri ég mér því til Friðarvinafélagsins, og spurðist fyrir um það, hvort félagið hefði í hyggju að taka hingað nokkuð af hrakhólabörnum, og ef svo væri, hvort mín stelpa gæti þá ekki fylgt þeim hóp. Jú, Friðarvinafélagið vildi gjarna taka nokkur börn austurrísk, og varð það að samkomulagi, að stjórn þess félags skrifaði ríkisstjórninni og sækti um innflutnings- og dvalarleyfi fyrir 8-10 böm, ekki var nú talan hærri, og var mín stelpa meðtalin. Þann 12. des. s.l. skrifaði svo stjórn Friðarvinafélagsins umsóknina til ríkisstjómarinnar, og óskaði eftir fljótu svari, en í bréfinu var tekið fram, að eingöngu skyldi um andlega og líkamlega heilbrigð börn að ræða, og eins hitt, að börnunum mundi komið fyrir á góðum heimilum, því opinbera algerlega að kostnaðarlausu. Jafnframt því, sem ég talaði við Friðarvinafélagið, bað ég sameiginlegan kunningja okkar beggja að tala við Eystein Jónsson ráðh. um málið, en það var vegna þess, að þótt mér væri vel kunnugt að slík mál ekki kæmu hans stjórnardeild við, þá vissi ég hann vera mestan mannkostamanninn í ríkisstjórninni. Hann tók mjög vel og vingjarnlega í málið, og bauð mér nú að færa það sjálfur í tal við forsætisráðherra, því hann einn ætti úrskurðarvaldið í málinu. En til þess að vera viss um að þetta gleymdist ekki, sagði hann mér, að hringja til sín næsta morgun upp í stjórnarráð, og minna sig á það. Ég lét ekki hjá líða, að gera það og kvaðst hann þá mundi tala strax við Hermann Jónasson, hvað hann og gerði. Seinna þann sama dag hringdi ég svo til forsætisráðherra til að heyra álit hans. Hann svaraði mér kurteislega en sagði í áberandi hátíðlegum rómi, að hann gæti ekki ákveðið svar strax, sagði að hér væri um svo þýðingarmikið mál að ræða, að hann vildi ekki einn taka ákvörðun um það, heldur myndi hann leita álits annara stjórnmálaflokka, áður en hann svaraði, en sjálfur kvaðst hann mundi hugsa málið vel og vandlega. Nú var ég vitanlega sammála ráðherranum í því, að málið væri merkilegt, en frá mínum bæjardyrum séð þó eingöngu barnanna vegna; hitt fannst mér dálítið undarlegt fyrirbrigði í landi gestrisninnar, að miklar málalengingar þurfti og heilabrot um jafn einfalt og sjálfsagt mál, og það, hvort gefa ætti hungruðum krakka mat og hröktum húsnæði og hlynningu. Ég afréð þó, að styggja ekki viðkvæmt skap ráðherrans með neinum athugasemdum, og þakkaði áheyrnina. En þar sem ráðherrann hafði í hyggju að tala við forráðamenn stjórnmálaflokkanna, fannst mér ekki úr vegi að ég gerði það líka. Ég talaði þó ekki neitt frekar við Stefán Jóhann, því hann hafði í stjórn Friðarvinafélagsins tekið málinu ágætlega; ekki talaði ég heldur við formann Sósíalistaflokksins, mér fannst það satt að segja óþarft, gekk að því vísu, að sá flokkur væri fylgjandi öllum mannúðarmálum. En ég talaði við Ólaf Thors, form. Sjálfstæðisflokksins og skýrði honum frá málavöxtum og eins ummælum forsætisráðherra. Ólafur virtist ekki síður en ég dálítið undrandi yfir úrræðaleysi ráðherrans og lét segja sér tvisvar. Annars tók Ólafur málinu með þeim drengskap, sem ég hafði búizt við, og sagði eitthvað á þá leið, að hann fengi ekki skilið, að nein vandræði hlytust út af slíkum mannúðarmálum, af hans flokks hálfu. Jæja, ég áleit nú að allt væri lagi, og lét austurrísku konuna vita, að barnið mundi velkomið, og yrði hún látin vita, hvenær það mætti koma. Ég þóttist hafa fulla ástæðu til að ætla að þetta væri óhætt þar sem form. Alþýðufl. var málinu hlynntur, form. Sjálfstæðisflokksins frekar með en móti, auk þess var Friðarvinafélagið eindregið málinu fylgjandi, en form. þess, Guðlaugur Rósinkranz, er velmetinn Framsóknarmaður, og svo síðast en ekki sízt, var Hermann Jónasson að hugsa málið. En um árangur þeirra heilabrota þóttist ég mega vera vongóð, því mér var kunnugt að ísl. ríkisstjórnin hafði lagt sem svarar fimmtán krónum af mörkum, til hjálpar aðþrengdum börnum á Spáni. Nú er sú upphæð að vísu sízt há, en hún sýnir samt, að hugarþelið var rétt þó höfðingsskapinn brysti. Ég Iét því Friðarvinafélaginu eftir að fylgja málinu áfram og spurðist fyrir hjá því öðru hvoru hvernig gengi; og það gekk ekki vel. Hið fyrsta svar, sem fékkst var nú það, að ríkisstjórnin kvaðst hafa símað út fyrirspurnir til stjórnarvalda á Norðurlöndum, um hvernig flóttamannamálunum væri þar fyrirkomið og fengið það svar, að þau væri ekki komin í fast horf, en væru til athugunar. Þetta var, að mig minnir, 16. des. Friðarvinafélagið svaraði um hæl, að kunnugt væri, að víða, t. d. í Noregi og Svíþjóð, væri það látið algjörlega afskiptalaust af ríkisstjórnarinnar hálfu, hvort einstaklingar eða félög tækju munaðarlaus Gyðingabörn til umsjár. Jafnframt ítrekaði félagið ósk sína um ákveðið svar hið allra fyrsta, þar sem málið væri afar aðkallandi, þörf á skjótri hjálp nauðsynleg, en erfitt um ferðir hingað til landsins. Ekkert svar fékkst frá forsætisráðherranum, hann virtist eiga erfitt með að ákveða sig. Friðarvinafélagið innti hann svo þráfaldlega eftir svari, bæði skriflega og þó einkum munnlega, en árangurslaust, og í því þófi gekk þar til loks að svarið kom þann 16. febr. síðast liðinn. Svarið var skorinort, skýringarlaus neitun. Vegna þess hve lengi stóð á svari forsætisráðherrans þá dró ég um of að gera boð eftir barninu, en þó að það fengi ekki lengra landvistarleyfi en þetta hálfa ár sem lögin heimila, vildi ég samt að það kæmi, hélt kannske eitthvað úrrættist seinna með dvalarleyfið. En þegar skrifað var, var það um seinan. Ekkert svar kom aftur, og frá konunni austurrísku hef ég ekki heyrt síðan. Líklega er hún í einhverri fangabúðinni hans Hitlers, en hvar litla stúlkan hennar flækist vil ég helzt ekki hugsa um. Herra ritstjóri! Þér hafið beðið mig um frásögn af ofangreindum viðskiptum mínum við forsætisráðherrann, Hermann Jónasson. Hér er hún og er yður velkomið að birta hana í blaði yðar ef þér viljið. Ef til vill getur það orðið til þess að einhver skýring fáist á þessari fruntalegu framkomu ráðherrans. Mér er hún óskiljanleg. Sú túlkun sumra samráðherra hans, að hér sé um að ræða verndun okkar margblandaða íslenzka kynstofns getur ekki komið til greina, í því sambandi, þar sem eingöngu var um börn að ræða og stutt tímabil. Slíka grunnhyggni er ekki hægt að ætla manni sem náð hefur prófi í lögfræði jafnvel þó hann sé eitthvað afvegaleiddur andlega af diktatorsdýrkun. Það er kannske réttara að geta þess svo að sagan sé öll, að eftir því, sem ég bezt veit ráðfærði ráðherra sig aldrei neitt við forráðamenn hinna flokkanna, um afgreiðslu málsins, þó veit ég ekki með vissu um Flokk þjóðernissinna, en tel það ólíklegt. Hermann Jónasson á sjálfsagt einn heiðurinn af þessum málalokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15