Gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 22:13 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna. Vísir/Heiða Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, gaf ekki mikið fyrir hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Mestöll þjóðin var í sigurvímu eftir jafntefli íslenska karla-knattspyrnuliðsins um liðna helgi. Fáir þó eins og hæstvirtur fjármálaráðherra, sem fór þegar í fjölmiðlum að gefa undir fótinn með byggingu risavaxins knattspyrnuvallar upp á 15-20 milljarðar króna,“ sagði Steinunn „Þessi höll, myndi mögulega - að sögn hæstvirts ráðherrans - ekki kosta skattgreiðendur neitt, ekki frekar en Hvalfjarðargöngin. Hana mætti nefnilega reisa með töfraformúlunni „eignatryggðri fjármögnun”. En eignatryggð fjármögnun mun vera það sem hét „einkaframkvæmd í opinberum rekstri” áður en það hugtak fékk óorð á sig,“ sagði hún ennfremur og bætti við: „En auðvitað komum við til með að borga fyrir slíka framkvæmd, ef af yrði – á sama hátt og við greiðum enn í hvert sinn sem við ökum undir Hvalfjörð. Einkaframkvæmdadekrið hefur þann eina raunverulega tilgang að gefa milliliðum kost á að hagnast.“ Steinunn sagði að þessar hugmyndir væru þó ekki eina dæmi þess að stjórnarflokkarnir hefðu „kokgleypt“ kenningar um ágæti einkarekstrarformsins. „Það er nefnilega raunveruleg ástæða til að óttast að ríkisstjórnin hyggi lengra inn á brautir einkarekstrar og verktöku í velferðarmálum, með tilheyrandi sveltistefnu gagnvart opinbera kerfinu. Það mun aðeins leiða til aukinnar mismunar og meiri kostnaðar fyrir samfélag og einstaklinga.“ Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, gaf ekki mikið fyrir hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Mestöll þjóðin var í sigurvímu eftir jafntefli íslenska karla-knattspyrnuliðsins um liðna helgi. Fáir þó eins og hæstvirtur fjármálaráðherra, sem fór þegar í fjölmiðlum að gefa undir fótinn með byggingu risavaxins knattspyrnuvallar upp á 15-20 milljarðar króna,“ sagði Steinunn „Þessi höll, myndi mögulega - að sögn hæstvirts ráðherrans - ekki kosta skattgreiðendur neitt, ekki frekar en Hvalfjarðargöngin. Hana mætti nefnilega reisa með töfraformúlunni „eignatryggðri fjármögnun”. En eignatryggð fjármögnun mun vera það sem hét „einkaframkvæmd í opinberum rekstri” áður en það hugtak fékk óorð á sig,“ sagði hún ennfremur og bætti við: „En auðvitað komum við til með að borga fyrir slíka framkvæmd, ef af yrði – á sama hátt og við greiðum enn í hvert sinn sem við ökum undir Hvalfjörð. Einkaframkvæmdadekrið hefur þann eina raunverulega tilgang að gefa milliliðum kost á að hagnast.“ Steinunn sagði að þessar hugmyndir væru þó ekki eina dæmi þess að stjórnarflokkarnir hefðu „kokgleypt“ kenningar um ágæti einkarekstrarformsins. „Það er nefnilega raunveruleg ástæða til að óttast að ríkisstjórnin hyggi lengra inn á brautir einkarekstrar og verktöku í velferðarmálum, með tilheyrandi sveltistefnu gagnvart opinbera kerfinu. Það mun aðeins leiða til aukinnar mismunar og meiri kostnaðar fyrir samfélag og einstaklinga.“
Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira