Róttækra aðgerða er þörf til að endurskoða skiptingu kökunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 21:36 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/gva „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið. Ef síðasta ríkisstjórn gerði eitthvað þá hlýtur það að vera vont. Svo rammt kveður að þessu að ekki mátti greina annað á hæstvirtum forsætisráðherra í ræðu hans hér áðan en að íslenskt tímatal hefði í raun hafist þegar ríkisstjórn hans tók við. Hér var aðeins ginnungagap vorið 2013, en síðan þá hefur allt gengið mjög vel, ef marka má hæstvirtan ráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir langtímahugsun hjá stjórnarliðunum enda geti þeir „ekki lengur hunsað eðlilega kröfu íslensks almennings um að við höfum langtímasjónarmið að leiðarljósi í öllum okkar störfum,“ eins og hún komst að orði. Katrín skaut á forsætisráðherra sem lét hafa eftir sér á dögunum að stefna Íslendinga í málefnum flóttafólks mætti ekki ákvarðast af fréttamyndum einum saman. „En fólkið á myndunum er fólk af holdi og blóði. Veruleiki þess er lýsandi fyrir veruleika margra. Við eigum ekki að brynja okkur fyrir slíkum myndum heldur að sýna samkennd í verki. Við megum ekki líta undan,“ sagði Katrín og bætti við: „Við getum gert betur og eigum að taka á móti miklu fleira fólki í neyð.“ Ójöfnuður var Katrínu hugleikinn. „Ef það á að hafa einhverja merkingu að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum þá ber okkur að grípa til aðgerða til að tryggja þau tækifæri. Það þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf róttækar aðgerðir og breytta hugsun,“ sagði Katrín. „Draumar barna um allan heim kalla á að við þorum að grípa til róttækra aðgerða til að endurskoða skiptingu kökunnar. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mest fyrir hafi mest tækifæri til að safna sér enn meiri auði. Það eru engin náttúrulögmál á bak við það fyrirkomulag þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Þetta eru mannanna verk sem mennirnir geta breytt,“ sagði hún ennfremur. Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið. Ef síðasta ríkisstjórn gerði eitthvað þá hlýtur það að vera vont. Svo rammt kveður að þessu að ekki mátti greina annað á hæstvirtum forsætisráðherra í ræðu hans hér áðan en að íslenskt tímatal hefði í raun hafist þegar ríkisstjórn hans tók við. Hér var aðeins ginnungagap vorið 2013, en síðan þá hefur allt gengið mjög vel, ef marka má hæstvirtan ráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir langtímahugsun hjá stjórnarliðunum enda geti þeir „ekki lengur hunsað eðlilega kröfu íslensks almennings um að við höfum langtímasjónarmið að leiðarljósi í öllum okkar störfum,“ eins og hún komst að orði. Katrín skaut á forsætisráðherra sem lét hafa eftir sér á dögunum að stefna Íslendinga í málefnum flóttafólks mætti ekki ákvarðast af fréttamyndum einum saman. „En fólkið á myndunum er fólk af holdi og blóði. Veruleiki þess er lýsandi fyrir veruleika margra. Við eigum ekki að brynja okkur fyrir slíkum myndum heldur að sýna samkennd í verki. Við megum ekki líta undan,“ sagði Katrín og bætti við: „Við getum gert betur og eigum að taka á móti miklu fleira fólki í neyð.“ Ójöfnuður var Katrínu hugleikinn. „Ef það á að hafa einhverja merkingu að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum þá ber okkur að grípa til aðgerða til að tryggja þau tækifæri. Það þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf róttækar aðgerðir og breytta hugsun,“ sagði Katrín. „Draumar barna um allan heim kalla á að við þorum að grípa til róttækra aðgerða til að endurskoða skiptingu kökunnar. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mest fyrir hafi mest tækifæri til að safna sér enn meiri auði. Það eru engin náttúrulögmál á bak við það fyrirkomulag þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Þetta eru mannanna verk sem mennirnir geta breytt,“ sagði hún ennfremur.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira