H&M gerir línu úr endurunnum fötum Ritstjórn skrifar 4. september 2015 14:30 Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Konur sem hanna Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Dökkar varir eru málið í vetur Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Föstudagslag Glamour Glamour
Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Konur sem hanna Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Dökkar varir eru málið í vetur Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Föstudagslag Glamour Glamour