Gunnar : Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:15 Gunnar á leið í búrið í júlí. vísir/getty „Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga." MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga."
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti