Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:07 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30