Kína sýndi mátt sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 11:45 Fjölmargir fylgdust með skrúðgöngunni á Tiananmen torgi í Peking. Vísir/EPA Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna. Suður-Kínahaf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna.
Suður-Kínahaf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira