Gengur auðmjúk inn í nýjar aðstæður 3. september 2015 10:00 Guðrún Högnadóttir ráðgjafi og einn eigenda alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum. MYND/GVA Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur starfað víða um heim undanfarin ár við ýmiss konar rekstrarráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og jafnvel í nokkrum heimsálfum á hverju ári. Guðrún Högnadóttir er einn sex eigenda alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum og hefur sem slíkur starfað víða um heim undanfarin við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni. Fyrr í ágústmánuði var hún t.d. stödd í Namibíu við leiðtogaþjálfun með stjórnendateymi tryggingafyrirtækisins Old Mutual. „Ég var beðin um að leiða vinnustofur fyrir Old Mutual í Windhoek í Namibíu en um 62.000 manns starfa hjá þessu rótgróna félagi sem var stofnað árið 1845 og er með starfsemi í Evrópu, Afríku og Asíu.“ Valdir voru 25 æðstu stjórnendur félagsins í Suður-Afríku og Namibíu til að sækja vinnuferli sem kallast „Great Leaders, Great Teams, Great Results“ og teygist yfir sex mánaða tímabil með þriggja daga vinnustofu, frammistöðumati, markþjálfun og stuðningi. „Þetta var einstaklega skemmtilegt en krefjandi verkefni. Um leið er merkilegt að upplifa hversu framarlega Namibíubúar eru í öllum infrastrúktúr, upplýsingatækni, menntun og viðskiptum.“ Í heimsókn sinni vann Guðrún einnig að verkefni fyrir Deloitte og tækniháskólann í Namibíu auk þess að funda með nokkrum opinberum stofnunum. Þótt Ísland og Namibía eigi fátt sameiginlegt við fyrstu sýn eru verkefni Guðrúnar í þessum tveimur löndum ekki svo ólík og fólkið furðu líkt að hennar sögn. „Áskoranir við erlend verkefni eru svipuð og við innlend, bara í öðru stærðarsamhengi og menningarmun. Stórfyrirtæki Íslendinga eru oft á við litlar deildir í alþjóðlegu samhengi en frammistaða og kraftur okkar fólks er síst minni! Mikilvægast er að greina strax þarfir viðskiptavinarins og skilja stefnu og sókn félagsins. Afgerandi er að ganga auðmjúk inn í nýjar aðstæður og hlusta, læra og virða.“Svipuð verkefni Það kom henni einnig á óvart hversu líkir Íslendingar og Namibíumenn eru. „Fyrirtæki eru jú bara fólk þegar upp er staðið og mannlegt eðli er ekki svo margbreytilegt þegar öllu er á botninn hvolft. Stjórnendahóparnir sem ég vinn með erlendis eru oftast að fást við mjög svipaðar aðstæður og íslenskir stjórnendur; mikla ábyrgð, mörg krefjandi viðfangsefni, skort á forgangsröðun, óskýrar væntingar, takmörkuð aðföng o.s.frv. Ég myndi frekar vilja horfa á hvert fyrirtæki út frá karakter og getu þess, frekar en að flokka þau eftir landafræði.“ Aðspurð hvort íslenskir ráðgjafar séu á einhvern hátt ólíkir þeim erlendu segir hún Íslendinga vera oft hörkuduglega og klára en þeir einangrast stundum í verkefnum sínum. „Hin klassísku íslensku einkenni snerpu og þrautseigju lýsa vel hópnum en erlendir kollegar eru stundum með meiri víðsýni og dýpri þekkingu á sínu sérsviði vegna margra líkra verkefna.“ Varðandi framtíðarhorfur íslenskra ráðgjafa erlendis segir hún þær vera nokkuð góðar. „Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur meðal annars starfað erlendis vegna sérþekkingar sinnar í sjávarútvegi og í orkugeiranum. Ég tel þekkingu og reynslu íslenskra ráðgjafa geta nýst á flestum sviðum, ekki síst á sviðum hönnunar, hugbúnaðar og heilbrigðismála. Þar sem saman fer þekking, þrautseigja og öflugt netverk eru íslenskum ráðgjöfum allir vegir færir.“ Namibía Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur starfað víða um heim undanfarin ár við ýmiss konar rekstrarráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og jafnvel í nokkrum heimsálfum á hverju ári. Guðrún Högnadóttir er einn sex eigenda alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum og hefur sem slíkur starfað víða um heim undanfarin við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni. Fyrr í ágústmánuði var hún t.d. stödd í Namibíu við leiðtogaþjálfun með stjórnendateymi tryggingafyrirtækisins Old Mutual. „Ég var beðin um að leiða vinnustofur fyrir Old Mutual í Windhoek í Namibíu en um 62.000 manns starfa hjá þessu rótgróna félagi sem var stofnað árið 1845 og er með starfsemi í Evrópu, Afríku og Asíu.“ Valdir voru 25 æðstu stjórnendur félagsins í Suður-Afríku og Namibíu til að sækja vinnuferli sem kallast „Great Leaders, Great Teams, Great Results“ og teygist yfir sex mánaða tímabil með þriggja daga vinnustofu, frammistöðumati, markþjálfun og stuðningi. „Þetta var einstaklega skemmtilegt en krefjandi verkefni. Um leið er merkilegt að upplifa hversu framarlega Namibíubúar eru í öllum infrastrúktúr, upplýsingatækni, menntun og viðskiptum.“ Í heimsókn sinni vann Guðrún einnig að verkefni fyrir Deloitte og tækniháskólann í Namibíu auk þess að funda með nokkrum opinberum stofnunum. Þótt Ísland og Namibía eigi fátt sameiginlegt við fyrstu sýn eru verkefni Guðrúnar í þessum tveimur löndum ekki svo ólík og fólkið furðu líkt að hennar sögn. „Áskoranir við erlend verkefni eru svipuð og við innlend, bara í öðru stærðarsamhengi og menningarmun. Stórfyrirtæki Íslendinga eru oft á við litlar deildir í alþjóðlegu samhengi en frammistaða og kraftur okkar fólks er síst minni! Mikilvægast er að greina strax þarfir viðskiptavinarins og skilja stefnu og sókn félagsins. Afgerandi er að ganga auðmjúk inn í nýjar aðstæður og hlusta, læra og virða.“Svipuð verkefni Það kom henni einnig á óvart hversu líkir Íslendingar og Namibíumenn eru. „Fyrirtæki eru jú bara fólk þegar upp er staðið og mannlegt eðli er ekki svo margbreytilegt þegar öllu er á botninn hvolft. Stjórnendahóparnir sem ég vinn með erlendis eru oftast að fást við mjög svipaðar aðstæður og íslenskir stjórnendur; mikla ábyrgð, mörg krefjandi viðfangsefni, skort á forgangsröðun, óskýrar væntingar, takmörkuð aðföng o.s.frv. Ég myndi frekar vilja horfa á hvert fyrirtæki út frá karakter og getu þess, frekar en að flokka þau eftir landafræði.“ Aðspurð hvort íslenskir ráðgjafar séu á einhvern hátt ólíkir þeim erlendu segir hún Íslendinga vera oft hörkuduglega og klára en þeir einangrast stundum í verkefnum sínum. „Hin klassísku íslensku einkenni snerpu og þrautseigju lýsa vel hópnum en erlendir kollegar eru stundum með meiri víðsýni og dýpri þekkingu á sínu sérsviði vegna margra líkra verkefna.“ Varðandi framtíðarhorfur íslenskra ráðgjafa erlendis segir hún þær vera nokkuð góðar. „Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur meðal annars starfað erlendis vegna sérþekkingar sinnar í sjávarútvegi og í orkugeiranum. Ég tel þekkingu og reynslu íslenskra ráðgjafa geta nýst á flestum sviðum, ekki síst á sviðum hönnunar, hugbúnaðar og heilbrigðismála. Þar sem saman fer þekking, þrautseigja og öflugt netverk eru íslenskum ráðgjöfum allir vegir færir.“
Namibía Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira