Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin tilkynnti nú í morgun að Líbería væri laus við ebólu. Þetta er í annað sinn sem slíkt hefur verið gefið út. Áður var það gert í maí, en sjúkdómur blossaði aftur upp sex vikum síðar þegar sex höfuð smitast af veirunni.
Nú eru 42 dagar liðnir frá því að síðasti íbúi Líberíu sem smitaðist af veirunni var rannsakaður í annað sinn og staðfest að hann væri laus við veiruna. Í tilkynningu frá WHO segir að áfram verði fylgst náið með aðstæðum í landinu í 90 daga.
Af þeim sex sem smituðust eftir að fyrst var gefið út að Líbería væri laus við ebólu, létust tveir.
Líbería laus við ebólu, aftur
Samúel Karl Ólason skrifar
