Lovísa Árnadóttir segir að sér hafi orðið illt í hjartanu við að fylgjast með fréttum af sýrlenskum flóttamönnum.
Hún og fjölskylda hennar eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem vilja bjóða flóttafólki á heimili sitt.
Lovísa býr ásamt manni sínum og þremur börnum í kjallaraíbúð í austurborginni en þau bjóða fram herbergi sem í dag er ónotað.
Rætt verður við fjölskylduna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fimm manna fjölskylda býður flóttafólk velkomið í kjallaraíbúð sína

Tengdar fréttir

Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum
Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.

Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“
Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar.

Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða.

Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“
Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum.

Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót
Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku.