Biskupar segja að okkur beri að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 16:33 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/GVA Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira