Stórfengleiki mannshugans Böðvar Jónsson skrifar 17. september 2015 11:38 Við sem komin erum yfir miðjan aldur þurfum ekki annað en hugsa aftur til unglingsáranna til að gera okkur grein fyrir að heimurinn hefur gjörbreyst, við getum í raun sagt að við búum í algerlega nýjum heimi miðað við þá tíma. Tækni og vísindi hafa fært okkur þennan nýja heim og tækniframförum fleygir fram með vaxandi hraða ef eitthvað er. Um það vitna tveir pistlar sem bar fyrir augu fyrir stuttu. Báðir fjölluðu þeir um gervigreind. Önnur byggði á samtali Stephen Hawking við BBC. Hawking talar um nýja tækni sem þróuð hefur verið á sviði gervigreindar og hefur nýst honum vel til tjáskipta en eins og flestir vita er Hawhing nær alveg lamaður. Varðandi tjáninguna gengur þessi tækni svo langt að skynja hvernig prófessorinn hugsar og leggur til hvaða orð hann muni nota næst. Hawking er algerlega bundinn við hjólastól vegna hreyfitaugungahrörnunar. Þessi nýju vísindi hafa sem sagt gert honum kleift að lifa og starfa þrátt fyrir sjúkdóminn, og gefið mannkyninu kost á að njóta þess sem þessi mikli hugsuður og vísindamaður hefur fram að færa. Síðari greinin var ekki síður áhugaverð en í henni kemur fram að á okkar eigin landi er að finna Vitvélastofnun Íslands sem stundar rannsóknir á gervigreind og hermilíkönum. Dr. Kristinn R. Þórisson segir að gervigreind sé þegar farin að móta okkar daglega líf. Hún er notuð í símkerfum, leitarvélum, stjórn gatnakerfa og í háhraða viðskiptum þar sem fjárfestar höndla á ógnar hraða. Þegar maður les þetta fer ekki hjá því að manni detti í hug að rétt handan við hornið séu framfarir á öllum sviðum mannlegs lífs rétt eins og þegar tölvuöldin hélt innreið sína. Hvernig væru sjúkrahúsin stödd án tölvutækninnar. En ekki er allt sem sýnist. Meðan mannshugurinn svífur í hæstu hæðum og finnur upp tæki og tól til að gera lífið auðveldara og stórkostlegra bregður á skugga. Einhver eru þau öfl í heiminum sem sveigja með óhugnanlegum krafti vísindaframþróunina inn á óheillavænlegar brautir. Í viðtalinu við BBC viðrar Hawking þann ótta sinn að „þróun gervigreindar geti markað endalok mannkynsins“ Það er sannarlega ekki uppörvandi og prófessorinn er varla að skella þessu fram alveg út í loftið. Hvað varðar Vitvélastofnun Íslands þá hefur hún séð ástæðu til að setja sér siðastefnu en í henni felst meðal annars að stofnunin mun ekki taka þátt í rannsóknum á gerfigreind eða sjálfstýringu véla í hernaðarlegum tilgangi. Í greininni er bent á að gervigreind bjóði upp á aukna möguleika stjórnvalda vítt og breitt til að beita háþróaðri tækni til að njósna um löghlýðna þegna sína, og um leið fara á svig við rótgrónar reglur og lög sem eiga að vernda borgara fyrir rofi á friðhelgi einkalífsins og að það stefni í að þetta verði viðtekin venja. Dr. Kristinn segir í greininni varðandi þörf á siðareglum: „Fyrst og fremst eru þetta áhyggjur af þeirri stefnu sem gervigreind og rannsóknir á henni eru að taka í hernaðarlegu samhengi. Það þarf ekki að lesa nema nokkrar blaðsíður í mannkynssögunni til að sjá dæmi um misbeitingu vísindalegrar þekkingar... Við verðum að vera á varðbergi gagnvart möguleikum nýrrar þekkingar og þá sérstaklega misbeitingu hennar“ Samkvæmt grein hér á skoðun í visir.is undir yfirskriftinni „Ákall til aðalritara Sameinuðu þjóðanna“ kemur fram að staða heimsins hafi orðið til þess að hleypt var af stað heimsspannandi undirskriftasöfnun fyrir ákalli og hvatningu til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að kalla saman leiðtoga heimsins til tímamóta fundar til lausnar á þeim vanda sem við blasirog fer versnandi. Malala friðarverlaunahafi Nobels sagði í viðtalsþætti Operu Winfrey eitthvað á þá leið að hún væri óhrædd við að segja augliti til auglitis við Obama eða hvern annan þjóðarleiðtoga, að þeir bæru óskoraða ábyrgð á því ástandi heimsins sem við blasir. Að koma í veg fyrir frekari misbeitingu vísindalegrar þekkingar í þágu stríðsreksturs er einnig algerlega á þeirra ábyrgð. Ég hvet alla friðelskandi, bæði konur og karla, að taka þátt í umræddri undirskriftasöfnun. Slóðin er:https://secure.avaaz.org/en/petition/The_SecretaryGeneral_of_the_United_Nations_Call_an_urgent_meeting_of_world_leaders/?eEfyaab Mig langar að ljúka þessum pistli með því að vísa til Sevilla yfirlýsingarinnar frá 1986. Hún byggir á niðurstöðu hóps vísindamanna á alþjóðlegri ráðstefnu í Seville á Spáni – Niðurstaða okkar er að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni.Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina.Sevilla yfirlýsingin:https://www.ppu.org.uk/learn/texts/doc_seville.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem komin erum yfir miðjan aldur þurfum ekki annað en hugsa aftur til unglingsáranna til að gera okkur grein fyrir að heimurinn hefur gjörbreyst, við getum í raun sagt að við búum í algerlega nýjum heimi miðað við þá tíma. Tækni og vísindi hafa fært okkur þennan nýja heim og tækniframförum fleygir fram með vaxandi hraða ef eitthvað er. Um það vitna tveir pistlar sem bar fyrir augu fyrir stuttu. Báðir fjölluðu þeir um gervigreind. Önnur byggði á samtali Stephen Hawking við BBC. Hawking talar um nýja tækni sem þróuð hefur verið á sviði gervigreindar og hefur nýst honum vel til tjáskipta en eins og flestir vita er Hawhing nær alveg lamaður. Varðandi tjáninguna gengur þessi tækni svo langt að skynja hvernig prófessorinn hugsar og leggur til hvaða orð hann muni nota næst. Hawking er algerlega bundinn við hjólastól vegna hreyfitaugungahrörnunar. Þessi nýju vísindi hafa sem sagt gert honum kleift að lifa og starfa þrátt fyrir sjúkdóminn, og gefið mannkyninu kost á að njóta þess sem þessi mikli hugsuður og vísindamaður hefur fram að færa. Síðari greinin var ekki síður áhugaverð en í henni kemur fram að á okkar eigin landi er að finna Vitvélastofnun Íslands sem stundar rannsóknir á gervigreind og hermilíkönum. Dr. Kristinn R. Þórisson segir að gervigreind sé þegar farin að móta okkar daglega líf. Hún er notuð í símkerfum, leitarvélum, stjórn gatnakerfa og í háhraða viðskiptum þar sem fjárfestar höndla á ógnar hraða. Þegar maður les þetta fer ekki hjá því að manni detti í hug að rétt handan við hornið séu framfarir á öllum sviðum mannlegs lífs rétt eins og þegar tölvuöldin hélt innreið sína. Hvernig væru sjúkrahúsin stödd án tölvutækninnar. En ekki er allt sem sýnist. Meðan mannshugurinn svífur í hæstu hæðum og finnur upp tæki og tól til að gera lífið auðveldara og stórkostlegra bregður á skugga. Einhver eru þau öfl í heiminum sem sveigja með óhugnanlegum krafti vísindaframþróunina inn á óheillavænlegar brautir. Í viðtalinu við BBC viðrar Hawking þann ótta sinn að „þróun gervigreindar geti markað endalok mannkynsins“ Það er sannarlega ekki uppörvandi og prófessorinn er varla að skella þessu fram alveg út í loftið. Hvað varðar Vitvélastofnun Íslands þá hefur hún séð ástæðu til að setja sér siðastefnu en í henni felst meðal annars að stofnunin mun ekki taka þátt í rannsóknum á gerfigreind eða sjálfstýringu véla í hernaðarlegum tilgangi. Í greininni er bent á að gervigreind bjóði upp á aukna möguleika stjórnvalda vítt og breitt til að beita háþróaðri tækni til að njósna um löghlýðna þegna sína, og um leið fara á svig við rótgrónar reglur og lög sem eiga að vernda borgara fyrir rofi á friðhelgi einkalífsins og að það stefni í að þetta verði viðtekin venja. Dr. Kristinn segir í greininni varðandi þörf á siðareglum: „Fyrst og fremst eru þetta áhyggjur af þeirri stefnu sem gervigreind og rannsóknir á henni eru að taka í hernaðarlegu samhengi. Það þarf ekki að lesa nema nokkrar blaðsíður í mannkynssögunni til að sjá dæmi um misbeitingu vísindalegrar þekkingar... Við verðum að vera á varðbergi gagnvart möguleikum nýrrar þekkingar og þá sérstaklega misbeitingu hennar“ Samkvæmt grein hér á skoðun í visir.is undir yfirskriftinni „Ákall til aðalritara Sameinuðu þjóðanna“ kemur fram að staða heimsins hafi orðið til þess að hleypt var af stað heimsspannandi undirskriftasöfnun fyrir ákalli og hvatningu til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að kalla saman leiðtoga heimsins til tímamóta fundar til lausnar á þeim vanda sem við blasirog fer versnandi. Malala friðarverlaunahafi Nobels sagði í viðtalsþætti Operu Winfrey eitthvað á þá leið að hún væri óhrædd við að segja augliti til auglitis við Obama eða hvern annan þjóðarleiðtoga, að þeir bæru óskoraða ábyrgð á því ástandi heimsins sem við blasir. Að koma í veg fyrir frekari misbeitingu vísindalegrar þekkingar í þágu stríðsreksturs er einnig algerlega á þeirra ábyrgð. Ég hvet alla friðelskandi, bæði konur og karla, að taka þátt í umræddri undirskriftasöfnun. Slóðin er:https://secure.avaaz.org/en/petition/The_SecretaryGeneral_of_the_United_Nations_Call_an_urgent_meeting_of_world_leaders/?eEfyaab Mig langar að ljúka þessum pistli með því að vísa til Sevilla yfirlýsingarinnar frá 1986. Hún byggir á niðurstöðu hóps vísindamanna á alþjóðlegri ráðstefnu í Seville á Spáni – Niðurstaða okkar er að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni.Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina.Sevilla yfirlýsingin:https://www.ppu.org.uk/learn/texts/doc_seville.html
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun