Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ ingvar haraldsson skrifar 16. september 2015 11:09 Bjarni Benediktsson gagnrýndi að ríkisforstjórar væru í sumum tilfellum á lægri launum en undirmenn sínir. vísir/gva „Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“ Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira