Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 11:03 Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. Vísir/GVA/Valli „Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
„Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira