Segir hugmyndir um samfélagsbanka úreltar Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ræðustól Alþingis. vísir/pjetur Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann. Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira