Blikkið strákar, blikkið Ellert B. Schram skrifar 10. september 2015 09:30 Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun