Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í fyrra, og var svo valin ásamt þremur öðrum til þess að sýna á London Fashion Week undir flokknum „Ones to watch.“
Anita var að vonum í skýjunum með sýninguna sem er búin að fá frábærar viðtökur.
„Allt gekk ótrulega vel, ég fékk rosa góð viðbrögð og var í kjölfarið boðið til Parísar að sýna í showroom þar. Svo ég er að fara með línuna á Paris Fashion Week sem er mjög spennandi,“ sagði Anita. Þar kemst hún í kynni við alþjóðlega kaupendur.

Hún segir það mjög óraunverulegt að sjá nafnið sitt og línuna á vogue.com innan um öll stóru nöfnin. „Við erum búin ad koma The Evening Standard og eitthvað hér úti, sem er frekar weird. Og enn fyndnara þar sem ég vann línuna á Akureyri,“ segir hún, en það er heimabær Anitu.
Næstu skref segir hún vera að kynna línuna í Paris og sjá svo hvað gerist. „Ég tek þetta bara í skrefum, sé hvað gerist í París. Og svo er bara að vinna að næstu línu.“




