Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. vísir/stefán „Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09