Boðað hefur verið til aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur á þriðjudaginn klukkan 17 til að ræða tillögur um að draga samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur til baka.
Einungis tvö mál eru á dagskrá fundarins, annars vegar tillaga minnihlutans, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina, um að draga samþykktina til baka og hins vegar tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um slíkt hið sama.
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið

Tengdar fréttir

Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf
"Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“

Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka
Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins.

Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný.