Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 08:00 Aron Einar tekur út leikbann í dag. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira