Quiz á Up-leið Stjórnarmaðurinn skrifar 7. október 2015 07:00 Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira