Loðin svör um hælisleitendur Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda?
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar