Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Kristjana Björg Guðbransdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Fjölmargir Íslendingar hafa boðist til að gefa systkinunum fatnað og húsmuni til að létta þeim lífið á Íslandi. Þau hafa beðið þess í fimm vikur að byrja í skóla. Biðin er brátt á enda. Vísir/Vilhelm Hjá Útlendingastofnun vinna starfsmenn nú að því að koma öllum þeim börnum sem eru með stöðu hælisleitenda í skóla. Þau voru sautján en fækkaði í fjórtán þegar systkinin Janie, Petrit og Laura Telati fengu skólavist í Laugalækjar- og Laugarnesskóla í gær og hefja skólagöngu sína hér á landi innan fárra daga. Systkinin búa í göngufæri við skólana og litu inn í Laugalækjarskóla á þriðjudag. Þar hittu þau fyrir Björn M. Björgvinsson, skólastjóra skólans, sem tók vinsamlega á móti þeim. Þau skoðuðu skólann og voru forvitin um margt sem var ólíkt með honum og skóla þeirra í heimalandinu, Albaníu. Björn segir aðeins eiga eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum áður en skólaganga systranna hefst. „Útlendingastofnun tók sér nokkra mánuði í að sækja um skólavist fyrir þær en við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. Skólastjóri Laugarnesskóla segir sér hafa verið brugðið við fréttir af börnunum og hlakkar til að hitta Petrit. „Ég hrökk upp við fréttir af þessum börnum,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir og segist hafa tekið við þó nokkrum börnum án kennitölu í skólann. Það þyki ekkert tiltökumál og því hafi hún undrast að Útlendingastofnun hafi dregið lappirnar. Börnin eiga lítið til skólagöngunnar og búa í nánast tómri íbúð. Fjölmargir höfðu samband við fréttastofu í gær og óskuðu eftir að koma til þeirra fatnaði, ritföngum, skólatöskum, tölvum og fleiru. Þeim var vísað á Rauða krossinn í Hafnarfirði sem sér um félagsleg verkefni vegna hælisleitenda. Hafnarfjarðardeildinni bárust svo mörg símtöl að þar fór starfið úr skorðum og brugðið var á það ráð að biðja fólk sem vill gefa fjölskyldunni gjafir að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Engar gjafir bárust systkinunum í gær þrátt fyrir gjafmildi fjölda Íslendinga. Frá Rauða krossinum fengust þau svör að það væri vegna þess að fyrst þyrfti að fara fram þarfagreining á því hvað þau vantar. „Við erum hrærð yfir gjafmildi fólks. Starfsfólk Hafnarfjarðardeildar ætlar að koma gjöfum áleiðis til þeirra strax á morgun,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir gjafmildina einnig munu nýtast öðrum fjölskyldum í sömu stöðu. „Það geta ekki allir komið fram í fjölmiðlum, sumir eru í afar viðkvæmri stöðu hér á landi en í jafn mikilli þörf fyrir aðstoð.“ Þrjú börn til viðbótar fengu samþykki um skólavist í Reykjavík og tvö börn bíða samþykktar. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Í Reykjavíkurborg er tekið við kennitölulausum börnum í alla grunnskóla og er það samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla, með kennitölu eða ekki. Það kom til kasta umboðsmanns borgarbúa í þeim efnum sem bárust tilkynningar um aðgengi og aðgengishindranir þess hóps barna, sem ekki hafa fengið úthlutað kennitölu eða eru skráð utangarðs í þjóðskrá, að leikskólaþjónustu. Foreldrar barnanna biðu eftir dvalarleyfi eða hæli hér á landi. Í tilefni af þessu ritaði umboðsmaður skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar bréf vegna aðstæðna þessara barna og var brugðist skjótt við. Í dag eru sjö börn á leikskólaaldri í Reykjavík án kennitölu og fjögur þeirra komin í leikskóla. Skólavist þriggja leikskólabarna er í ferli hjá borginni. Flóttamenn Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Hjá Útlendingastofnun vinna starfsmenn nú að því að koma öllum þeim börnum sem eru með stöðu hælisleitenda í skóla. Þau voru sautján en fækkaði í fjórtán þegar systkinin Janie, Petrit og Laura Telati fengu skólavist í Laugalækjar- og Laugarnesskóla í gær og hefja skólagöngu sína hér á landi innan fárra daga. Systkinin búa í göngufæri við skólana og litu inn í Laugalækjarskóla á þriðjudag. Þar hittu þau fyrir Björn M. Björgvinsson, skólastjóra skólans, sem tók vinsamlega á móti þeim. Þau skoðuðu skólann og voru forvitin um margt sem var ólíkt með honum og skóla þeirra í heimalandinu, Albaníu. Björn segir aðeins eiga eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum áður en skólaganga systranna hefst. „Útlendingastofnun tók sér nokkra mánuði í að sækja um skólavist fyrir þær en við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. Skólastjóri Laugarnesskóla segir sér hafa verið brugðið við fréttir af börnunum og hlakkar til að hitta Petrit. „Ég hrökk upp við fréttir af þessum börnum,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir og segist hafa tekið við þó nokkrum börnum án kennitölu í skólann. Það þyki ekkert tiltökumál og því hafi hún undrast að Útlendingastofnun hafi dregið lappirnar. Börnin eiga lítið til skólagöngunnar og búa í nánast tómri íbúð. Fjölmargir höfðu samband við fréttastofu í gær og óskuðu eftir að koma til þeirra fatnaði, ritföngum, skólatöskum, tölvum og fleiru. Þeim var vísað á Rauða krossinn í Hafnarfirði sem sér um félagsleg verkefni vegna hælisleitenda. Hafnarfjarðardeildinni bárust svo mörg símtöl að þar fór starfið úr skorðum og brugðið var á það ráð að biðja fólk sem vill gefa fjölskyldunni gjafir að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Engar gjafir bárust systkinunum í gær þrátt fyrir gjafmildi fjölda Íslendinga. Frá Rauða krossinum fengust þau svör að það væri vegna þess að fyrst þyrfti að fara fram þarfagreining á því hvað þau vantar. „Við erum hrærð yfir gjafmildi fólks. Starfsfólk Hafnarfjarðardeildar ætlar að koma gjöfum áleiðis til þeirra strax á morgun,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir gjafmildina einnig munu nýtast öðrum fjölskyldum í sömu stöðu. „Það geta ekki allir komið fram í fjölmiðlum, sumir eru í afar viðkvæmri stöðu hér á landi en í jafn mikilli þörf fyrir aðstoð.“ Þrjú börn til viðbótar fengu samþykki um skólavist í Reykjavík og tvö börn bíða samþykktar. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Í Reykjavíkurborg er tekið við kennitölulausum börnum í alla grunnskóla og er það samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla, með kennitölu eða ekki. Það kom til kasta umboðsmanns borgarbúa í þeim efnum sem bárust tilkynningar um aðgengi og aðgengishindranir þess hóps barna, sem ekki hafa fengið úthlutað kennitölu eða eru skráð utangarðs í þjóðskrá, að leikskólaþjónustu. Foreldrar barnanna biðu eftir dvalarleyfi eða hæli hér á landi. Í tilefni af þessu ritaði umboðsmaður skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar bréf vegna aðstæðna þessara barna og var brugðist skjótt við. Í dag eru sjö börn á leikskólaaldri í Reykjavík án kennitölu og fjögur þeirra komin í leikskóla. Skólavist þriggja leikskólabarna er í ferli hjá borginni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00