Margrét hættir að þjálfa landsliðið vegna Bryndísar Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 11:15 Margrét Sturlaugsdóttir með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum. mynd/kkí Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, er hætt í þjálfarateymi kvennalandsliðsins, en hún hefur verið einn af aðstoðarþjálfurum þess undanfarin misseri. Frá þessu greinir Margrét á Facebook-síðu sinni, en hún segir ástæðuna vera þá að hún vill að Bryndísi Guðmundsdóttur, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, líði vel á æfingum landsliðsins. Víkurfréttir segja frá. Bryndís fór í hart við uppeldisfélag sinn fyrr í þessum mánuði og vildi losna undan samningi sem og varð. Hún samdi við Íslandsmeistara Snæfells á föstudagskvöldið og skoraði flautukörfu í fyrsta leik með Snæfelli á laugardaginn sem tryggði meisturunum sigur á nýliðum Stjörnunnar.Bryndís skrifar undir við Snæfell á föstudagskvöldið.mynd/snæfellÞessi ákvörðun Margrétar fer langt með að staðfesta að henni og Bryndísi kom ekki saman, en það var talin ástæða þess að Bryndís yfirgaf uppeldisfélagið sitt allt í einu þegar mótið var rétt að hefjast. „Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan, hringdi í Hannes formann KKÍ. Tilefnið var sorglegt en ég hef ákveðið draga mig út úr þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Erfið ákvörðun en alfarið mín ákvörðun og engin pressa frá neinum svo það sé á hreinu,“ segir Margrét á Facebook-síðu sinni. „Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvennakörfubolta að liðinu gangi vel og þar sem ég hef verið að þjálfa kvennakörfubolta síðan 1988 þá skiptir þetta mig meira máli en allt annað,“ segir Margrét. Bryndís þarf því ekki að hafa samskipti við Margréti frekar en hún vill, en hún er nú komin til nýs liðs í Dominos-deildinni og hittir Margréti ekki á landsliðsæfingum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, er hætt í þjálfarateymi kvennalandsliðsins, en hún hefur verið einn af aðstoðarþjálfurum þess undanfarin misseri. Frá þessu greinir Margrét á Facebook-síðu sinni, en hún segir ástæðuna vera þá að hún vill að Bryndísi Guðmundsdóttur, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, líði vel á æfingum landsliðsins. Víkurfréttir segja frá. Bryndís fór í hart við uppeldisfélag sinn fyrr í þessum mánuði og vildi losna undan samningi sem og varð. Hún samdi við Íslandsmeistara Snæfells á föstudagskvöldið og skoraði flautukörfu í fyrsta leik með Snæfelli á laugardaginn sem tryggði meisturunum sigur á nýliðum Stjörnunnar.Bryndís skrifar undir við Snæfell á föstudagskvöldið.mynd/snæfellÞessi ákvörðun Margrétar fer langt með að staðfesta að henni og Bryndísi kom ekki saman, en það var talin ástæða þess að Bryndís yfirgaf uppeldisfélagið sitt allt í einu þegar mótið var rétt að hefjast. „Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan, hringdi í Hannes formann KKÍ. Tilefnið var sorglegt en ég hef ákveðið draga mig út úr þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Erfið ákvörðun en alfarið mín ákvörðun og engin pressa frá neinum svo það sé á hreinu,“ segir Margrét á Facebook-síðu sinni. „Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvennakörfubolta að liðinu gangi vel og þar sem ég hef verið að þjálfa kvennakörfubolta síðan 1988 þá skiptir þetta mig meira máli en allt annað,“ segir Margrét. Bryndís þarf því ekki að hafa samskipti við Margréti frekar en hún vill, en hún er nú komin til nýs liðs í Dominos-deildinni og hittir Margréti ekki á landsliðsæfingum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira