Fjölskyldan fékk synjun um hæli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2015 07:00 Laura 15 ára, Hasan, Aleka, Janie 13 ára og Petrit 9 ára skoða bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim er synjað um hæli og dvalarleyfi á Íslandi. Þau þurfa að fara úr landi eins fljótt og auðið er. vísir/gva Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum síðan því börnin þrjú höfðu ekki enn fengið skólavist þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Því máli lauk með besta móti og hafa börnin nú stundað skólana í Laugarneshverfinu síðustu tvær vikur. Þau eru öll þrjú ánægð í skólanum og hafa kynnst mörgum vinum. Það var því mikið áfall að fá synjun frá Útlendingastofnun í gær. „Mig langar aldrei aftur til Albaníu. Mér líður svo vel hér og það er svo gaman í skólanum,“ segir Laura Telati, sem er í 10. bekk í Laugalækjarskóla. „Mig langar að búa á Íslandi. Ég er búin að eignast frábæra vini.“ Það er þungt yfir fjölskyldunni þegar blaðamaður hittir hana enda nýkomin frá Útlendingastofnun og hefur fimm úrskurði í höndunum. Synjun fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Aleka Telati, móðirin, segir að það hafi verið sagt frá byrjun að erfitt yrði að fá hæli. En síðustu daga hefur vonin vaxið í brjósti hennar. „Það hefur gengið svo vel og við héldum að við gætum eignast gott líf hér. Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf á landinu.“Sjá einnig: Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Aleka hefur unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og Hasan Telati, maðurinn hennar, er kokkur og málari. Ástæða þess að þau flúðu frá Albaníu síðastliðið vor eru árásir og mismunun í landinu. „Pabbi minn var foringi í kommúnistaflokknum,“ segir Hasan. „Og við erum útilokuð í samfélaginu. Ég varð fyrir skotárás vegna deilna um húsið okkar. Allt í einu voru komnir pappírar um að annar maður, sem er valdamikill maður í landinu, ætti húsið. Og við vorum bara rekin í burtu og hótað lífláti ef við myndum fara með málið lengra.“ Aleka segist hafa fundið fyrir mismunun um leið og hún giftist Hasan. „Fólk sér eftirnafnið okkar og neitar okkur um þjónustu, húsnæði, skólavist fyrir börnin og við förum aftast í röðina á heilsugæslunni. Forsætisráðherra Albaníu hefur meira að segja hvatt til mismununar gagnvart fólki tengdu kommúnistaflokknum og lögreglan aðstoðar okkur ekki. Það er engin leið að eiga eðlilegt líf í Albaníu.“ Í synjun frá Útlendingastofnun kemur fram að fjölskyldan sé ekki álitin flóttafólk því hún sé ekki talin í lífshættu í heimalandi sínu og eigi ekki ofsóknir á hættu. Á þeim forsendum er þeim synjað um hæli. „Við munum áfrýja en okkur er sagt að það sé lítil von fyrir okkur. Það gæti tekið tvo mánuði að fá úrskurð og þá munum við þurfa að fara strax úr landi. Við verðum send aftur til Albaníu og auðvitað eru þau að fara eftir lögum og reglum enda ekki stríð í Albaníu og landið ekki talið það hættulegt,“ segir Aleka. „Það breytir því ekki að við eigum ekki möguleika á eðlilegu lífi í landinu okkar.“ Fjölskyldan talar fallega um Ísland og Íslendinga. Þau segja nágrannana hafa gefið sér húsgögn og verið til staðar fyrir þau síðustu vikurnar. „Þegar við förum út í búð tala allir við okkur og spyrja um hagi okkar. Bjóða okkur velkomin í hverfið og segjast ekki trúa öðru en að við fáum að vera hér. Það var tekið mjög vel á móti börnunum og Petrit litli er meira að segja farinn að æfa fótbolta og er í skýjunum með það,“ segir Hasan. Aleka bætir við að hverfið sé yndislegt og þeim líði eins og þau séu heima hjá sér. „Það er kalt á Íslandi en Íslendingar eru svo sannarlega ekki með kalt hjarta,“ segir hún. Hasan er hræddur við að fara aftur til Albaníu. „Ég hræddur um framtíð barna minna. Við eigum í höggi við mjög valdamikið fólk og börnin mín eiga litla möguleika í framtíðinni.“Fjölskyldunni var synjað Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum síðan því börnin þrjú höfðu ekki enn fengið skólavist þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Því máli lauk með besta móti og hafa börnin nú stundað skólana í Laugarneshverfinu síðustu tvær vikur. Þau eru öll þrjú ánægð í skólanum og hafa kynnst mörgum vinum. Það var því mikið áfall að fá synjun frá Útlendingastofnun í gær. „Mig langar aldrei aftur til Albaníu. Mér líður svo vel hér og það er svo gaman í skólanum,“ segir Laura Telati, sem er í 10. bekk í Laugalækjarskóla. „Mig langar að búa á Íslandi. Ég er búin að eignast frábæra vini.“ Það er þungt yfir fjölskyldunni þegar blaðamaður hittir hana enda nýkomin frá Útlendingastofnun og hefur fimm úrskurði í höndunum. Synjun fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Aleka Telati, móðirin, segir að það hafi verið sagt frá byrjun að erfitt yrði að fá hæli. En síðustu daga hefur vonin vaxið í brjósti hennar. „Það hefur gengið svo vel og við héldum að við gætum eignast gott líf hér. Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf á landinu.“Sjá einnig: Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Aleka hefur unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og Hasan Telati, maðurinn hennar, er kokkur og málari. Ástæða þess að þau flúðu frá Albaníu síðastliðið vor eru árásir og mismunun í landinu. „Pabbi minn var foringi í kommúnistaflokknum,“ segir Hasan. „Og við erum útilokuð í samfélaginu. Ég varð fyrir skotárás vegna deilna um húsið okkar. Allt í einu voru komnir pappírar um að annar maður, sem er valdamikill maður í landinu, ætti húsið. Og við vorum bara rekin í burtu og hótað lífláti ef við myndum fara með málið lengra.“ Aleka segist hafa fundið fyrir mismunun um leið og hún giftist Hasan. „Fólk sér eftirnafnið okkar og neitar okkur um þjónustu, húsnæði, skólavist fyrir börnin og við förum aftast í röðina á heilsugæslunni. Forsætisráðherra Albaníu hefur meira að segja hvatt til mismununar gagnvart fólki tengdu kommúnistaflokknum og lögreglan aðstoðar okkur ekki. Það er engin leið að eiga eðlilegt líf í Albaníu.“ Í synjun frá Útlendingastofnun kemur fram að fjölskyldan sé ekki álitin flóttafólk því hún sé ekki talin í lífshættu í heimalandi sínu og eigi ekki ofsóknir á hættu. Á þeim forsendum er þeim synjað um hæli. „Við munum áfrýja en okkur er sagt að það sé lítil von fyrir okkur. Það gæti tekið tvo mánuði að fá úrskurð og þá munum við þurfa að fara strax úr landi. Við verðum send aftur til Albaníu og auðvitað eru þau að fara eftir lögum og reglum enda ekki stríð í Albaníu og landið ekki talið það hættulegt,“ segir Aleka. „Það breytir því ekki að við eigum ekki möguleika á eðlilegu lífi í landinu okkar.“ Fjölskyldan talar fallega um Ísland og Íslendinga. Þau segja nágrannana hafa gefið sér húsgögn og verið til staðar fyrir þau síðustu vikurnar. „Þegar við förum út í búð tala allir við okkur og spyrja um hagi okkar. Bjóða okkur velkomin í hverfið og segjast ekki trúa öðru en að við fáum að vera hér. Það var tekið mjög vel á móti börnunum og Petrit litli er meira að segja farinn að æfa fótbolta og er í skýjunum með það,“ segir Hasan. Aleka bætir við að hverfið sé yndislegt og þeim líði eins og þau séu heima hjá sér. „Það er kalt á Íslandi en Íslendingar eru svo sannarlega ekki með kalt hjarta,“ segir hún. Hasan er hræddur við að fara aftur til Albaníu. „Ég hræddur um framtíð barna minna. Við eigum í höggi við mjög valdamikið fólk og börnin mín eiga litla möguleika í framtíðinni.“Fjölskyldunni var synjað
Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00