Eva er stödd í Los Angeles og labbaði framhjá bókaversluninni Barnes & Noble þegar hún sá fyrir tilviljun að Cindy yrði í versluninni um kvöldið að árita nýútkomna bók sína.
„Ég að sjálfsögðu gerði mér aðra ferð þangað, en til þess að hitta hana þá þurfti ég að kaupa bókina og hún áritaði hana fyrir mig.“

„Það kom mér eiginlega bara á óvart hvað hún er enn fallegri í eigin persónu. Hún er 47 ára gömul og stórglæsileg. Mér fannst líka frábært að sjá hvað hún gaf sér góðan tíma til að spjalla við alla og leyfa mydnatökur, ótrúlega almennileg.
Cindy er fyrsta þekkta manneskjan sem hún hittir í slíku návígi, en hún er á leið á tónleika með Britney Spears á morgun í Las Vegas. „Þannig að það er aldrei að vita hvað gerist þar,“ segir hún létt.