Refsigleðin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. október 2015 10:15 Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjaness konu í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur hér á landi, fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Konan er útlensk og flutti efnin til landsins sem burðardýr. Samkvæmt framburði hennar vissi hún af tilvist hluta efnanna en ekki öðrum. Hún veitti lögreglu alla þá aðstoð sem hún gat við rannsókn málsins, meðal annars nafngreindi hún þá sem afhentu henni efnin, skipulögðu ferð hennar og aðra sem hún vissi að kæmu að málinu. Hún tók þátt í tálbeituaðgerð til að upplýsa málið frekar og ná þeim sem tækju við efnunum.Í viðtali við Stöð 2 lýsti konan bágri stöðu sinni í undanfara brotsins; hún var í verulegum fjárhagskröggum með börn á framfæri, stundaði vændi og var í ofbeldissambandi. Hörmulegar aðstæður sem fæstir geta tengt við en réttlæta þó aldrei innflutning á tugum kílóa af fíkniefnum. Slíkt er bannað með lögum og fyrir það ber að refsa. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ár. Þrátt fyrir að konan væri einungis burðardýr og sýndi mikinn samstarfsvilja til að upplýsa brotið þá fékk hún ellefu ára fangelsisdóm. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir lektor í refsirétti að í dönskum og norskum lögum sé refsiramminn ólíkur fyrir ólík fíkniefnabrot. Ramminn fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr getur verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. Í blaði gærdagsins sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ramminn refsaði frekar fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkenndist af dómhörku og óðagoti. Helgi telur að endurskoða þurfi refsirammann. Athugasemd þingmannsins er ekki úr lausu lofti gripin. Dómar í fíkniefnamálum hafa þyngst upp úr öllu valdi. Enginn eða að minnsta kosti ófullnægjandi greinarmunur virðist vera gerður á skipuleggjendum eða höfuðpaurum annars vegar og fótgönguliðum hins vegar. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað gríðarlega og nú er meðallengd fangelsisdóma þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum um sex ár. Á sama tíma hefur brotum í flestum öðrum afbrotaflokkum fækkað. Umrædd kona var leiksoppur í gróðaleik undirheimamanna. Manna sem eru nægilega útsmognir til að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá brotinu sjálfu. Mannanna sem raunverulega hagnast á innflutningi og sölu fíkniefna. Manna í fínum húsum, á fínum bílum sem finna fólk eins og hana til að vinna fyrir sig skítverkin. Eins aðkallandi og það er að hætta að refsa fólki fyrir að vinna sjálfu sér skaða með neyslu fíkniefna, þá er jafn aðkallandi að endurskoða almennt refsingar í fíkniefnamálum. Það verður aldrei hörgull á örvæntingarfullu fólki sem skipuleggjendur fíkniefnainnflutnings geta misnotað. Hver er tilgangurinn með því að kippa fólki eins og fyrrgreindri konu út úr samfélagi manna í rúman áratug? Og nú þegar burðardýr hefur nánast sprengt refsirammann; hvað á að gera ef höfuðpaurarnir nást? Varla að hækka refsirammann enn og aftur. Staðreyndin er sú að kerfið eins og það er í dag virkar ekki. Langflestir sem verða fyrir barðinu á því eru fórnarlömb og sjúklingar sem við ættum að hjálpa í stað þess að láta þá dúsa í tukthúsinu árum saman. Það verður að vona að kjörnir fulltrúar okkar sýni skynsemi og endurskoði refsingar í fíkniefnamálum. Nýting dómstóla á refsirammanum í þessum einstaka málaflokki umfram aðra sýnir að löggjafarvaldið verður að grípa inn í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun
Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjaness konu í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur hér á landi, fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Konan er útlensk og flutti efnin til landsins sem burðardýr. Samkvæmt framburði hennar vissi hún af tilvist hluta efnanna en ekki öðrum. Hún veitti lögreglu alla þá aðstoð sem hún gat við rannsókn málsins, meðal annars nafngreindi hún þá sem afhentu henni efnin, skipulögðu ferð hennar og aðra sem hún vissi að kæmu að málinu. Hún tók þátt í tálbeituaðgerð til að upplýsa málið frekar og ná þeim sem tækju við efnunum.Í viðtali við Stöð 2 lýsti konan bágri stöðu sinni í undanfara brotsins; hún var í verulegum fjárhagskröggum með börn á framfæri, stundaði vændi og var í ofbeldissambandi. Hörmulegar aðstæður sem fæstir geta tengt við en réttlæta þó aldrei innflutning á tugum kílóa af fíkniefnum. Slíkt er bannað með lögum og fyrir það ber að refsa. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ár. Þrátt fyrir að konan væri einungis burðardýr og sýndi mikinn samstarfsvilja til að upplýsa brotið þá fékk hún ellefu ára fangelsisdóm. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir lektor í refsirétti að í dönskum og norskum lögum sé refsiramminn ólíkur fyrir ólík fíkniefnabrot. Ramminn fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr getur verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. Í blaði gærdagsins sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ramminn refsaði frekar fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkenndist af dómhörku og óðagoti. Helgi telur að endurskoða þurfi refsirammann. Athugasemd þingmannsins er ekki úr lausu lofti gripin. Dómar í fíkniefnamálum hafa þyngst upp úr öllu valdi. Enginn eða að minnsta kosti ófullnægjandi greinarmunur virðist vera gerður á skipuleggjendum eða höfuðpaurum annars vegar og fótgönguliðum hins vegar. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað gríðarlega og nú er meðallengd fangelsisdóma þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum um sex ár. Á sama tíma hefur brotum í flestum öðrum afbrotaflokkum fækkað. Umrædd kona var leiksoppur í gróðaleik undirheimamanna. Manna sem eru nægilega útsmognir til að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá brotinu sjálfu. Mannanna sem raunverulega hagnast á innflutningi og sölu fíkniefna. Manna í fínum húsum, á fínum bílum sem finna fólk eins og hana til að vinna fyrir sig skítverkin. Eins aðkallandi og það er að hætta að refsa fólki fyrir að vinna sjálfu sér skaða með neyslu fíkniefna, þá er jafn aðkallandi að endurskoða almennt refsingar í fíkniefnamálum. Það verður aldrei hörgull á örvæntingarfullu fólki sem skipuleggjendur fíkniefnainnflutnings geta misnotað. Hver er tilgangurinn með því að kippa fólki eins og fyrrgreindri konu út úr samfélagi manna í rúman áratug? Og nú þegar burðardýr hefur nánast sprengt refsirammann; hvað á að gera ef höfuðpaurarnir nást? Varla að hækka refsirammann enn og aftur. Staðreyndin er sú að kerfið eins og það er í dag virkar ekki. Langflestir sem verða fyrir barðinu á því eru fórnarlömb og sjúklingar sem við ættum að hjálpa í stað þess að láta þá dúsa í tukthúsinu árum saman. Það verður að vona að kjörnir fulltrúar okkar sýni skynsemi og endurskoði refsingar í fíkniefnamálum. Nýting dómstóla á refsirammanum í þessum einstaka málaflokki umfram aðra sýnir að löggjafarvaldið verður að grípa inn í.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun