H&M kemur og fer Stjórnarmaðurinn skrifar 14. október 2015 09:30 Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira