Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2015 21:00 Það verður hart tekist á í kappræðum Repúblikana í nótt. Vísir/Getty Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent