Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump titlar sig konung

Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“

Erlent
Fréttamynd

CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó

Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Bann trans kvenna vegna for­dóma fremur en öryggis

Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun.

Sport
Fréttamynd

Vilja Banda­ríkin bæta sam­skipti sín við Rúss­land og um leið styrkja stöðu sína gagn­vart Kína?

Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelar fá sprengjur frá Banda­ríkjunum

Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 

Erlent
Fréttamynd

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjald­gæfa málma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Evrópskir ráða­menn funda vegna Trumps

Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir evrópskum her

Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð.

Erlent
Fréttamynd

Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðu­neytis

Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir.

Erlent
Fréttamynd

Húðskammaði ráða­menn í Evrópu

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni.

Erlent
Fréttamynd

Hótar hertum að­gerðum neiti Pútín að semja

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segja nánast öllum nýjum starfs­mönnum upp

Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Erlent
Fréttamynd

RFK verður heil­brigðis­ráð­herra

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni.

Erlent
Fréttamynd

McConnell greiddi at­kvæði gegn Gabbard

Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48.

Erlent
Fréttamynd

Úti­lokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu.

Erlent